Mattias Tesfaye innflytjendamálaráðherra Danmerkur: „Danmörk á ekki að aðlagast íslam. Íslam á að aðlagast Danmörku.”

Mattias Tesfaye sósíaldemókratískur innflytjendamálaráðherra Danmerkur hefur lagt fram lagatillögur um hert viðurværi í baráttunni gegn öfgaíslam í Danmörku. Segir hann öfgaíslam vera helstu hindrun fyrir aðlögun múslíma að dönsku þjóðfélagi.

Í opinskáu viðtali við Jyllands-Posten segir Mattias Tesfaye ráðherra innflytjendamála að innflytjendur sérstaklega frá Miðausturlöndum eigi erfitt með aðlögun að danska samfélaginu. „Baráttan gegn íslamismanum fjallar um að velferðarríkið geti lifað af. Danmörk á ekki að aðlagast íslam. Íslam á að aðlagast Danmörku.” Telur Tesfaye að „miklum hluta af íslam er í dag haldið uppi af öfgaíslamistum” og þess vegna mun hann reyna að takmarka íslamismann í Danmörku með nýjum lögum.

Seinni hálfleikurinn hafinn

Segir ráðherrann að „seinni hálfleikurinn sé hafinn” en hann meinar að fyrri hálfleikur byrjaði þegar fyrir aldamótin með tilraunum til að stöðva innflytjendastrauminn til Danmerkur og halda fjölda hælisleitenda niðri. Seinni hálfleikurinn fjallar um að berjast gegn andlýðræðislegum gildum sem nokkrir innflytjendur frá múslímskum löndum hafa tekið með sér til Danmerkur.

„Ein af ástæðunum fyrir því að aðlögun innflytjenda gengur skrykkjótt er að viss öfl ganga meðvitað og á kerfisbundinn hátt gegn henni með því að sá vissum gildum meðal múslíma hérna í Danmörku. Ef maður kastar sér ekki inn í umræðurnar, þá verða áfram miklar áskoranir varðandi aðlögun innflytjenda.”

Mattias Tesfaye segir að hann hefði ekkert að gera ef enginn fólksinnflutningur væri frá Miðausturlöndum til Danmerkur.

Samstarfsflokkarnir ósammála

Ummæli ráðherrans mæta andstöðu samstarfsflokka ríkisstjórnarinnar Enhedslisten og De Radikale. Þannig segir Rosa Lund frá Enhedslisten að Tesfaye ætti frekar að tala um hversu margir múslímar vinni og greiði skatt. Kristian Hegaard hjá Radikale vill frekar ræða um hvernig fleiri innflytjendur geti fengið vinnu eða komist í nám.

Lagatillögur ríkisstjórnarinnar um að takast á við öfgaíslamismann og hefta útbreiðslu hans til annarra múslíma í Danmörku verður til umræðu á Folketinget næstu vikurnar. Meðal annars á að auka refsingu fyrir æðstupresta og aðra þá sem neyða konur og halda þeim í hjónaböndum gegn vilja þeirra.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila