Magnús á Sjávarbarnum opnar nýjan veitingastað

Magnús Ingi Magnússon veitingamaður og vert

Magnús á Sjávarbarnum, eða Texas Maggi eins og hann kýs að kalla sig hefur nú fært út kvíarnar og opnað nýjan veitingastað sem heitir Matarbarinn á Laugavegi 178.

Magnús var gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag þar sem hann sagði meðal annars frá því hvað hann ætlar að bjóða upp á hinum nýja matstölustað

þetta verður fyrst og fremst mömmumatur, þetta helsta kótelettur, fiskur og franskar og fleira slíkt og auðvitað á mjög lágu verði “,segir Magnús sem ætlar að bjóða upp á hlaðborð bæði í hádeginu og á kvöldin. ” hlaðborðið verður á hlægilegu verði, eða 1990 krónur“,segir Magnús og bætir við að hann hafi leynivopn uppi í erminni ” ég ætla að bjóða líka upp á að fólk geti fengið sér hinn víðfræga Texasborgara, fólk getur pantað hann líka ef það vill“.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila