Meðlimur Black Lives Matter ákærður eftir árásina á Bandaríkjaþing

Sullivan vildi brenna niður þinghúsið í Washington. Hann var í skotheldu vesti þegar hann braust inn í gegnum brotinn glugga þinghússins. Búið er að handtaka hann og verður hann ákærður fyrir þáttöku í árásinni.

Black Lives Matter meðlimurinn og óeirðaseggurinn John Earle Sullivan sem Útvarp Saga hefur áður greint frá og tók þátt í árásinni á þinghúsið í Washington 6. janúar hefur verið handtekinn og mun verða ákærður fyrir þáttöku í árásinni.

Dómsmálaráðuneytið skrifar í tilkynningu að Sullivan var handtekinn s.l. fimmtudag og er ákærður fyrir að hafa brotist inn í byggingu þingsins gegnum brotna rúðu og þröngvað sér fram hjá lögreglu. Hann var þá klæddur í skothelt vesti og með gasgrímu fyrir andliti.

Samkvæmt dómsúrskurði er hann ákærður fyrir að hafa verið fyrir utan Þingið Kapitolíum og haldið ræðu til fólksfjöldans og m.a. sagt að „við brennum niður draslið“ og „við verðum að slíta Trump úr embætti.“

Sullivan verður ákærður fyrir borgaralega andstöðu, ofbeldisinngöngu og ólöglega aðkomu. Hann sagði áður hann væri staddur á staðnum sem blaðamaður til að segja fréttir af atburðinum.

Sullivan hefur rekið áróður fyrir vopnaðri byltingu á félagsmiðlum. Í júní í fyrra skipulagði hann mótmæli með Black Lives Matter og meðlimum í anarkísku/kommúnísku hreyfingunni Antifa í Provo í Utah. Hann er þar ákærður fyrir uppþot og glæpsamlegt skemmdarverk. Hann réðst á bíla í mótmælagöngunni og hvatti fólk til að stöðva umferð á vegum skv. Deseret News.

Sullivan er stofnandi Insugence USA, hóps aðgerðarsinna sem var stofnaður eftir að George Floyd dó eftir handtöku lögreglumanna sumarið 2020.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila