Medvedev: „Vesturlönd munu brenna“

Fyrrverandi forseti Rússlands telur að stjórnmálamenn og „fávitar frá heimskum hugveitum“ leiði lönd sín á braut óafturkræfs kjarnorkuslyss með stríðsáróðri og stríðsaðgerðum gegn Rússlandi (mynd sksk youtube).

Ákall Úkraínu um „öryggissamning“ við Vesturlönd leiðarvísir á þriðju heimsstyrjöldina

Medvedev, sem í dag er varaformaður rússneska öryggisráðsins, segir í Telegram að lönd á Vesturlöndum haldi áfram að senda gríðarlegt magn af vopnum og aðstoð til Úkraínu á sama tíma og þeir halda því fram að þau séu ekki beinir þátttakendur í átökunum – og að þessi stefna muni ekki virka skrifar Nya Dagbladet. Newsweek segir einnig frá málinu.

Medvedev telur ennfremur, að öryggissamningurinn sem stjórnin í Kænugarði vill gera við NATO og Vesturlönd „sé í raun aðdragandi þriðju heimsstyrjaldarinnar“ og lýsir samningnum sem „örvæntingarfullu ákalli“ til vestrænna ríkja, sem þegar heyja umboðsstríð gegn Rússlandi.

Ef Vesturlönd halda áfram að sjá Kænugarði fyrir miklu magni af hættulegustu gerðum vopna, þá mun hernaður Rússlands stigmagnast og komast á næsta stig, þar sem „sýnileg mörk og hugsanlegur fyrirsjáanleiki“ verða óskýr og átökin stigmagnast á óviðráðanlegan hátt, segir fyrrverandi forseti Rússlands. Medvedev vitnar einnig í Opinberunarbókina um hvernig þriðjungur mannkyns fórst í þremur plágum; eldi, reyk og brennisteini:

„Vesturlönd munu brenna og sementið mun bráðna“

„Þá munu vestræn ríki ekki geta verið á sínum hreinu heimilum og hlegið að því, hvernig þau hafa vandlega veikt Rússland gegnum umboðsaðila. Allt mun brenna í kringum þau. Fólk þeirra mun uppskera að fullnustu sorg sína. Land þeirra mun brenna og sementið mun bráðna. Engu að síður tala stórhuga stjórnmálamenn og heimskar hugveitur þeirra haldandi á vínglasi í hendinni, hvernig þeir geta tekist á við okkur án þess að fara í beint stríð. Þreytandi, klassískt menntaðir hálfvitar.“

Yfirlýsingar fyrrverandi Rússlandsforseta kemur í kjölfar þess, að Kænugarður birti tillögu að öryggissamningi við Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi framkvæmdastjóra NATO, þar sem Bandaríkin og bandamenn þeirra eiga að tryggja landamæri Úkraínu fyrir 2014 og veita vopn, skotfæri, þjálfun og fjárhagslegan stuðning. Auk þess á að halda áfram með refsiaðgerðir gegn Rússlandi svo lengi sem Úkraína krefst og að allar upptækar rússneskar eigur verði afhentar til Úkraínu.

Deila