Mega ekki skíra soninn Vladimir Putin

Sænskum yfirvöldum leist ekki á, að foreldrar eins drengs fengu að skíra hann Vladimir Pútín. Faðirinn er óhress og segir að allir, sem sjá son hans, skilji strax að hann sé Pútín og segist ætla að kæra málið. (Myndasafn).

Aftonbladet greinir frá því, að sænsku pari, sem vildu skíra son sinn Vladimir Pútín, var neitað um nafnið Pútín af hálfu Skattstofunnar, sem fer með skráningu þjóðskrár í Svíþjóð. Nafninu var hafnað á þeirri forsendu, að Putín sé svo venjulegt eftirnafn, að það megi ekki nota það sem fyrsta nafn. Að nafnið væri hið sama og rússneska forsetans skipti hins vegar engu máli.

Sandra Thörn hjá Skattstofu ríkisins segir „að ekkert sé í lögum sem geri Skattstofunni kleift að meta nöfn í heild sinni eða að nafn líkist nafni annars eistaklings.“ Hún segir, að yfirvöld hafi áður t.d. bannað nafn eins og „Peanut,“ því Skattstofan taldi það nafn geta orðið byrði fyrir viðkomandi einstakling.

Ronny, faðir barnsins, er lítið hrifinn af útskýringum yfirvalda: „Við megum sem sagt ekki skíra barnið okkar því nafni sem við viljum. Mér finst það skítt hreint út sagt. Við munum kæra þessa ákvörðun. Ef þú sérð son minn sérðu að hann er Pútín.“

Ronny og Ann eignuðust son fyrir þremur mánuðum síðan. Rétt eftir fæðingu sonarins ákváðu foreldrarnir, hvað barnið ætti að heita og ákváðu nafnið Pútín: „Við vorum heima og áttum góða stund, hlógum og ræddum nafnið. Þetta var Pútín, Hann vissi hvað hann vildi og var ákveðinn. Þannig byrjaði þetta.“

En Skattstofan hefur í bili a.m.k. stöðvað nafn sonarins.

„Þegar ég hringdi á Skattstofuna og spurði út í afstöðu þeirra hlógu þeir bara að mér. Mér finnst það vera niðurlægjandi. Vladimir er venjulegt nafn og Pútín er venjulegt nafn. Öll börnin okkar heita svolítið öðruvísi nöfnum en þetta er í fyrsta sinn, sem við rekumst á vandamál.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila