Meira en 200 börn í Stokkhólmi hafa fengið „langtíma–covid”

Sænska sjónvarpið segir frá því að 214 börn á Stokkhólmssvæðinu hafa verið skilgreind með langtímacovid. Meðalaldurinn er 11-13 ára. Nýopnuð sérdeild á Astrid Lindgren barnasjúkrahúsinu í Stokkhólmi er þegar yfirfull af veikum börnum. Malin Ryd Linder yfirlæknir segir að „sum börnin fara í skólann á meðan önnur eru rúmliggjandi.” Enn sem komið er vantar tölur yfir langtíma covid-veik börn í allri Svíþjóð. Einkenni langtíma-covid eru þreyta og endurtekin bólgueinkenni. Verkir í hálsi, höfði og vanlíðan. Erfiðleikar með einbeitingu og minnistap.

Malin Ryd Linder segir að þar sem tala covid-veikra barna er mun lægri en fullorðinna, þá „verða börnin svolítið útundan. Engu að síður er mjög mikilvægt að börnin fái alla aðhlúun.” Enn finnast engar algildar reglur um meðhöndlun langtímaveikra barna í covid. Því er unnið á breiðum grundvelli á Astrid Lindgren sjúkrahúsinu. „Okkur finnst mikilvægt að börnin fá klíníska meðferð og þess vegna opnuðum við þessa sérdeild hjá okkur” segir Malin Ryd Rinder yfirlæknir.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila