Meirihlutaviðræður hafnar í Reykjanesbæ

Meirihlutaviðræður á milli oddvita Framsóknarflokksims, Samfylkingarinnar og Beinnar leiðar í Reykjanesbæ eru formlega hafnar. Þetta kemur fram í sameiginlegri fréttatilkynningu flokkanna. Flokkarnir þrír mynduðu síðasta meirihluta og telja má líklegt að þeir nái saman enda ekki teljandi ágreiningur á milli flokkana hvað áherslur varðar.

Flokkarnir höfðu áður gefið það út fyrir kosningar að áhugi væri af hálfu allra flokkanna að halda samstarfinu áfram ef þeir næðu meirihluta og því kemur fæstum á óvart að þeir hafi ákveðið að hefja meirihlutaviðræður, en oddvitar þeirra hafa verið að hittast undanfarna daga og undirbúa meirihlutaviðræðurnar og ræða við bakland sinna flokka.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila