Meirihluti Bandaríkjamanna telur ólíklegt að Biden ljúki 4 ára kjörtímabili í Hvíta húsinu verði hann kjörinn forseti

Rasmussen hefur birt könnun sem sýnir að 59% Bandaríkjamanna telja að varaforseti Bidens verði forseti áður en kjörtímabili Bidens lýkur nái hann kjöri sem forseti Bandaríkjanna í haust. 74% af Repúblikönum telja að Biden muni ekki endast út kjörtímabilið og um helmingur Demókrata eða 49% eru því sammála. Einungis 14% segja það „alls ekki líklegt“ að varaforsetinn verði forseti fyrir lok fyrsta kjörtímabilsins.

Umræða um aldur og andlega heilsu Biden hafa einkennt umræðuna mánuðum saman. Í síðustu viku varð Biden enn fótaskortur á tungunni þegar hann reyndi að sannfæra viðstadda að hann þyrfti ekki að fara í læknisrannsókn. Samkvæmt skoðanakönnun telja 38% kjósenda og þar af fimmti hver Demókrati, að Biden „þjáist af einhvers konar dementia.“ 61% kjósenda finnst að Biden eigi að ræða sjúkdóminn dementia opinberlega.

Ef skoðanakannanir standast og Biden vinnur forsetakosningarnar, þá þýðir það að Kamilla Harris varaforsetaefni Demókrata verður forseti fyrir 2024.

Rithöfundurinn og fjármálaspekúlantinn Jim Rickard telur að Demókrataflokkurinn muni fljótlega skipta út Biden fyrir annan einstakling „Þeir þora ekki að taka þá áhættu að hann opinberi sig fyrir Bandaríkjamönnum fyrir kosningarnar. Áhættan er einfaldlega of mikil fyrir Demókrataflokkinn. Smávææginlegt opinbert slys eða alvarleg mismæli er allt sem þarf til að jarða möguleika hans í kosningunum. Bandaríkjamenn munu einfaldlega ekki kjósa einhvern sem þeir telji að hafi ekki geðheilsuna í lagi fyrir embættið.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila