Meirihluti fylkja í Bandaríkjunum hunsa boð forsetans um skyldubólusetningar – mótmælt víða

26 fylki í Bandaríkjunum ætla að hunsa ákvörðun Joe Biden um „skyldubólusetningu” einfaldlega vegna þess, að það er á borði fylkjanna og ekki forsetans að taka slíkar ákvarðanir. Ráðgjafi Hvíta hússins viðurkennir, að forsetinn fari á ská við stjórnarskrána.

Óvinsældir forsetans slíkar að honum var ekki stætt á að halda ræðu 9. september

S.l. fimmtudag gaf Joe Biden Bandaríkjaforseti út þá tilskipun, að neyða alla starfsmenn hins opinbera (að þingmönnum undanskildum) að bólusetja sig og einnig atvinnurekendur með fleri en 100 starfsmenn til að krefja starfsmenn sína að bólusetja sig eða taka covid-próf eða að öðrum kosti að reka þá sem ekki hlýða. Samtals varðar þvingandi bólusetningarskylda allt að 100 milljón Bandaríkjamanna, sem ekki eru bólusettir í dag. Fréttst hefur um að verið sé að efna til lagasókna gegn forsetanum af fjölmörgum aðilum, einkum þá þeim fylkjum sem banna þvingandi bólusetningar og grímuskyldu. Hefur svo miklum mótmælum rignt yfir forsetann bæði vegna þessarar fyrirskipanar og einnig vegna Afganistans klúðursins, að ráðgjafar Hvíta hússins ráðlögðu honum að halda enga ræðu 9. september.

Útgangan mikla 11. – 14. september

Samkvæmt The Western Journal, hófst Útgangan mikla eða „The Great American Walkout“ á laugardaginn með blaðamannafundi í San Diego „til að tilkynna að hafin væru friðsamleg mótmæli um allt land meðal lögreglumanna, slökkviliðsmanna, lækna, kennara og foreldra, sem eru áhyggjufull af ákvörðun Biden forseta og margra fylkisstjórna, sem hafa kallað eftir bólusetningarheimildum.“

Bent vart á að forsetaskipunin „muni hafa áhrif á 100 milljónir Bandaríkjamanna, þar á meðal alla ríkisstarfsmanna og verktaka, ásamt kröfu um að þvingandi bólusetningu starfsmanna stórfyrirtækja.”

Í fréttatilkynningu The Western Journal segir, að fjögurra daga mótmæli gegn bóluefnisumboði frá laugardegi til þriðjudags verði í umsjón Rachel Hamm, frambjóðanda til stjórnar Kaliforníu árið 2022 og Jason Sullivan, stjórnmála- og athafnamanni „Bandaríkjamenn sem sækja vinnu eða skóla beðnir um að fara friðsamlega frá því, sem þeir eru að gera, og að senda eigin öflug skilaboð á samfélagsmiðlum gegn nauðungarbólusetningum.” Átakið er merkt myllumerkinu: #TheGreatAmericanWalkout.

„Við hvetjum þig einnig til að senda yfirmanni þínum eða skólastjórnendum tölvupóst og láta þá vita, af hverju þú ert að mótmæla,“ segir í tilkynningunni.

Gríðarleg reiði meðal annars í Kalíforníu

Gagnrýnendur Gavin Newsom fylkisstjóra Kalíforníu óska sér þess að honum verði skipt út hið bráðasta. Á hann að hafa sagt að „fólk verður að bólusetja sig til að fá mat á borðið.” Hamm sagði: „Í fyrsta lagi var okkur sagt, að lokað yrði í nokkrar vikur. Síðan var það: verið með grímu og núna á að vera með tvær grímur, ekki mæta í kirkjuna, fyrirtækið þitt verður að vera lokað og börnin þín geta ekki farið í skólann. Ofan á það hafa stjórnir Newsom og Biden viljandi skilið landamæri okkar eftir opin fyrir COVID-sjúkum innrásarher, sem flæðir inn í landið okkar samtímis sem allar þessar takmarkanir eru lagðar á eigin borgara.”

„Það sem við vitum um stjórnmálamenn er, að þeir ljúga! Ég bið alla Bandaríkjamenn að íhuga, hvers vegna verið er að þrýsta svona mikið vegna veiru með 99% bata. Við höfum fengið nóg og munum nú láta raddir okkar heyrast hátt og greinilega með þessum friðsamlegu mótmælum.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila