Það þarf að aðlaga menntakerfið að drengjunum – Vinnuhópur stofnaður til þess að skoða stöðu drengja í skólakerfinu

Lilja Alfreðsdóttir mennta og menningarmálaráðherra

Nauðsynlegt er að taka utan um drengi í skólakerfinu og komast að því hvers vegna þeim gengur verr en stúlkum að fóta sig í námi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Lilju Alfreðsdóttur mennta og menningarmálaráðherra í síðdegisútvarpinu í gær en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Lilja segir að hún undirbúi stofnun vinnuhóps sem verði sérstaklega ætlað að skoða stöðu drengja í skólakerfinu og vinna að úrbótum. Lilja telur einnig að skoða þurfi hvort námsleiðir drengja þurfi að vera öðruvísi

þeir eru að segja á framhaldsskólastiginu að þarna séu nemendur sem ekki hafa fundið sig eins mikið í þessu hefðbundna skólastarfi, en svo allt í einu er kennarinn að fá full skil á verkefnunum hjá viðkomandi nemanda sem ekki var áður, þetta er kannski að segja okkur að við þyrftum að fara aðrar námsleiðir” segir Lilja.

Hún segir áhugavert að drengir sem ekki hefur gengið vel á grunnskólastigi sé farið að ganga betur á öðrum skólastigum

það er hins vegar svo að það hafa fleiri konur verið að útskrifast úr háskóla eða 70% prósent af þeim nemendum sem útskrifast og þess vegna er ég að leggja sérstaka krafta í innan ráðuneytisins að fara yfir þetta, ég er jafnréttissinni og jafnræðissinni og þess vegna legg ég áherslu á að hlúa að þeim hópum sem þarf að takast á við áskoranir sem þessar“.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila