Fundað um árangur og vellíðan í skólakerfinu

Lilja Alfreðsdóttir mennta og menningarmálaráðherra og dr. Andy Hargreaves

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði með dr. Andy Hargreaves, prófessor í kennslufræðum við Boston College í Bandaríkjunum á dögunum en hann var staddur hér á landi í tilefni af fundi skólastjórnenda um helgina. Ræddu þau meðal annars um tengsl árangurs, virkni og vellíðunar nemenda og kennara í skólastarfi og mikilvægi faglegs samstarfs kennara.

Það var einkar fróðlegt að heyra af rannsóknum Hargreaves og sjónarmiðum hans um hvernig efla má og dýpka faglegt samstarf milli kennara. Við vinnum að því að styrkja starfsumgjörð kennara hér á landi og liður í því er til að mynda að huga markvissar að starfsþróunarmöguleikum þeirra. Gæði skólastarfs grundvallast á kennurum, margfeldisáhrif þeirra eru gríðarleg því með því að efla hvern og einn er stuðlað að árangri og vellíðan ótal nemenda,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila