Menntamálaráðherra heimsótti hamfarasvæðin á Seyðisfirði – „Vinnum að því í sameiningu að byggja upp að nýju“

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti Seyðisfjörð í gær ásamt fulltrúum Minjastofnunar Íslands og Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjaverði í fyrsta sinn eftir aurskriðurnar miklu sem féllu á bæinn í síðasta mánuði til þess að skoða aðstæður og ræða við heimamenn um næstu skref.

Það er áfall að sjá eyðilegginguna á Seyðisfirði. Þau merku hús sem unnið hefur verið að því að endurgera og viðhalda, af mikilli ástríðu og þolinmæði, eru sum horfin og önnur stórskemmd og ljóst að hér hefur orðið ómetanlegt tjón fyrir minjasögu okkar. En það er hugur í Seyðfirðingum – bjartsýni og þrautseigja sem eftir er tekið, og við munum vinna að því sameiningu að byggja upp samfélagið að nýju,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Meðal húsa á skriðusvæðinu voru fjórar byggingar sem hýsa Tækniminjasafn Austurlands sem er byggðasafn Seyðfirðinga, Gamla ríkið, Turninn – elsti söluturn landsins byggður í óvenjulegum víkingarómantískum drekastíl og húsið Angró sem var síldarsöltunarhús, íbúðar- og sjómannahús byggt af Ottó Wathne. Elstu húsin sem skemmdust voru byggð um árið 1880.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila