Merki PKK á ráðhúsinu í Stokkhólmi – Tyrkland segir Svíþjóð farfuglaheimili fyrir hryðjuverkamenn

Myndir á upplýstum þekktum byggingum í Stokkhólmi með merki hryðjuverkasamtakanna PKK eru nú til umræðu og sýnis á sænskum félagasmiðlum. Utanríkisráðuneytið segir þetta herferð til að eyðileggja möguleika Svíþjóðar á að komast með í Nató (mynd Ráðhúsið í Stokkhólmi/Ann LInde jafnaðarkona, utanríkisráðherra Svíþjóðar t.h. sksk Twitter).

Svíþjóð er farfuglaheimili fyrir hryðjuverkamenn

Sænska utanríkisráðuneytið skrifar í yfirlýsingu um málið:

„Þetta er vísvitandi og illgjörn áróðursherferð með það skýra markmið að koma í veg fyrir aðild Svíþjóðar að NATO.“

Í tístinu neðar á síðunni má sjá PKK merkið m.a. á Globen og fleiri byggingum í Stokkhólmi.

Þann 18. maí sendu Svíþjóð og Finnland umsóknir sínar um aðild að NATO til Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO. Tyrkir eru á móti aðild landanna, sérstaklega Svíþjóðar.

Mevlüt Çavuşoğlu, utanríkisráðherra Tyrklands, segir að bæði Svíþjóð og Finnland „styðji PKK opinberlega“ og Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur kallað Svíþjóð „farfuglaheimili fyrir hryðjuverkamenn.“

Tyrkir tjá sig nú um tákn PKK í Stokkhólmi og segja, að vígamenn Kúrda skaði þjóðarhagsmuni Svía. Utanríkisráðherrann Mevlüt Çavuşoğlu sagði við TRT World á föstudaginn að herferðin sýni hversu slakt samband sænskra laga og yfirvalda sé í baráttunni við hryðjuverk:

„Hryðjuverkasamtökin PKK skaða ekki aðeins okkur í Tyrklandi heldur einnig þjóðarhagsmuni Svía. Þeir reyna að gera allt til að koma í veg fyrir að Svíþjóð gerist aðili að NATO.“

Fordæmir PKK

Liðsmenn PKK, sem og meðlimir annarra erlendra hryðjuverkasamtaka, hafa í mörg ár fundið skjól í Svíþjóð. Ann Linde, utanríkisráðherra, telur hins vegar að ímynd Tyrklands af samskiptum sænskra stjórnvalda við hryðjuverkasamtökin sé byggð á „misskilningi.“ PKK flokkast í reynd sem hryðjuverkasamtök af ESB og þar með einnig af Svíþjóð. Utanríkisráðuneytið skýrir nú frá því að það „fordæmir PKK“ skrifar SVT.

Utanríkisráðuneytið bendir einnig á kvikmynd, þar sem Ann Linde utanríkisráðherra heyrist segja, að Svíar verði ávallt þakklátir fyrir það sem „Kúrdar hafa gert í baráttunni gegn hryðjuverkum“. Yfirlýsingin hefur verið tekin úr samhengi, sem gerir það að verkum, að hún virðist vera að lýsa yfir stuðningi við PKK, eitthvað sem utanríkisráðuneytið tekur afstöðu gegn núna. Utanríkisráðuneytið skrifar:

„Skilaboð og myndir sem við höfum ástæðu til að ætla að hafi verið meðhöndlaðar hefur verið dreift á samfélagsmiðlum og benda til þess að Svíþjóð styðji PKK.“

Hér að neðan eru nokkur fleiri dæmi:

Deila