Metfjöldi smita í Noregi – Búast við hertari aðgerðum

Tæp eittþúsund smit voru greind í Noregi í gær, eða alls 935 smit á einum sólarhring. Þar með hefur það vafasama met verið slegið að aldrei hafi fleiri greinst með Covid-19 á einum degi þar í landi. Alls hafa rúmlega 52.000 tilfelli verið greind frá upphafi faraldursins í Noregi en fjölgunina nú er talið að rekja megi til breska afbrigðis veirunnar sem verið hefur að sækja í sig veðrið í Evrópu, hefur meðal annars greinst hér á landi.

Norska ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar í dag vegna þessarar miklu fjölgunar tilfella en búist er við því að á fundinum verði kynntar enn hertari sóttvarnaaðgerðir í landinu, en aðeins eru liðnir tveir og hálfur sólarhringur síðan reglur voru síðast hertar í landinu og hafa yfirvöld lagt mjög mikla áherslu að landsmenn fari að sóttvarnareglunum í einu og öllu og slaki hvergi á.

Þá er ástandið mjög slæmt í Bretlandi sömuleiðis vegna nýja afbrigðis veirunnar og sæta Bretar nú hörðustu sóttvarnaaðgerðum sem viðhafðar hafa verið til þessa en þær felast meðal annars í útgöngubanni sem gildir fram í mars að minnsta kosti. Þá var rétt í þessu staðfest að fyrsta andlátið í Færeyjum frá því faraldurinn hófst, maðurinn sem var 68 ára gamall hafði verið fluttur á Covid deild Landsjúkrahússins í Færeyjum skömmu fyrir jól þar sem hann lést í gærkvöld, maðurinn hafði legið á annari deild sjúkrahússins vegna annars kvilla frá því í byrjun desember. Talið er í ljósi kringumstæðna að maðurinn hafi smitast á sjúkrahúsinu.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila