Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur: „Markmiðið er núll hælisleitendur“

Mette Fredriksen forsætisráðherra Danmerkur vill ekki gera sömu mistök og forverar hennar og vill því að Danmörk stöðvi með öllu að taka við fleiri hælisleitendum.

TV2 Danmörku greinir frá því, að Mette Frederiksen hafi lýst því yfir á danska þinginu í gær að „markmiðið er að enginn hælisleitandi komi til Danmerkur. En við getum ekki lofað því, að enginn hælisleitandi komi en þetta er sýn okkar. Við viljum nefnilega fá nýtt kerfi fyrir hælisleitendur og þá gerum við allt sem við getum til að koma því á.“

Hertar kröfur gerðar til innflytjenda

Í fyrra komu 1547 hælisleitendur til Danmerkur. Það er minnsti fjöldi hælisleitenda síðan 1998 en það ár komu flóttamenn og innflytjendur til Evrópu í stórum stíl. Fjöldi flóttamanna síðasta ár er einungis tíundi hluti þeirra sem komu ár 2015 en þá voru skráðir 21.315 hælisleitendur.

Forsætisráðherrann sagði á þinginu að „fyrri stjórnmálamenn hefður gert grundvallarmistök með því að gera of litlar kröfur til þeirra útlendinga sem komu til Danmerkur. Eins og til dæmis að hælisleitendur eiga sjálfir að sjá fyrir sér og þeir verða að aðlagast dönskum gildum.“

Þá benti Mette Fredriksen á að fjöldi innflytjenda skipti miklu máli: „Við verðum að gæta þess að ekki komi of margir til landsins annars gæti krafturinn sem heldur okkur saman hætt að vera til. Sá kraftur er þegar undir miklu álagi.“

Sama afstaða og hjá Svíþjóðardemókrötum

Svíþjóðardemókratar hafa lengi sagt að staða innflytjenda í Svíþjóð sé komin úr böndunum og vilja að meiri fólksinnflutningur verði stöðvaður. Að danskir sósíaldemókratar hafa vaknað og vilja læra af reynslunni er gott mál fyrir Danmörku en sænskir sósíaldemókratar segjast engin mistök hafa gert varðandi hömlulausan innflutning og ofbeldismenningu í kjölfarið sem hefur rústað friði innanlands með tilheyrandi öryggisleysi fyrir Svía. Í staðinn vill sænska ríkisstjórnin fjölga innflytjendum til Svíþjóðar og um jólin reyndu kratar að blekkja þingheim með því að lauma breytingu inn í innflytjendatillögur sínar á þingi um að þeir sem „hafa þegar myndað tengsl í Svíþjóð eigi rétt á föstu landvistarleyfi.“

Jafnaðarmenn vilja enn frekari fjölgun útlendinga í Svíþjóð

Að sögn Svíþjóðardemókrata þýðir það að tugum þúsunda innflytjendum frá þriðja heiminum verði veitt landvistarleyfi í Svíþjóð. Umsagnir sænskra yfirvalda og dómstóla er öll á einn veg: tillögur sænsku ríkisstjórnarinnar þýðir fjölgun þeirra sem fá landvistarleyfi í Svíþjóð. Mörg sveitarféllög segja að efnahagurinn sé bágur og þau geti ekki tekið við fleirum innflytjendum: „Tillögurnar gera ráð fyrir að fleiri fá landvistarleyfi og sem kostnaður fyrir sveitarfélögin, þá þarf að greiða þann kostnað að fullu“ skrifa yfirvöld Malmö í svari til ríkisstjórnarinnar. Uppsala segir að engir peningar séu til „Greiðslur ríkisins í dag til tveggja ára eru ófullnægjandi í flestum tilvikum og þá leggjast útgjöldin á sveitarfélögin. Það færi vel á að fram komi tillögur um að leysa úr þeim fjárskorti.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila