Mette Fredriksen: „Ekki hægt að útiloka skemmdarverk“ – engin smágöt á leiðslunum

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur tjáir sig um gaslekana á Nord Stream 1 og 2 í danska TV2:

„Það er óvenjulegt ástand, að það séu þrír lekar með millibili. Því er erfitt að ímynda sér, að um tilviljun sé að ræða.“

Fréttamaður TV2 spyr einnig hvað Mette Frederiksen finnist um staðhæfingu Nord Stream um að tjónið sé „fordæmalaust“ og kenningar um að skemmdarverk gæti verið að ræða.

„Við getum alls ekki útilokað það.“

Núna er hún í Póllandi vegna opnunar Baltic Pipe gasleiðslunnar. Að sögn Frederiksen er opnun nýju línunnar enn mikilvægari núna, þegar línur Nord Stream eru farnar að leka. Mette Frederiksen:

„Það er of snemmt að draga ályktun, en auðvitað tökum við allt með í reikninginn í útreikningum okkar“ segir Mette Frederiksen.

Skipaumferð beint frá svæðinu vegna gaslekans

Orkumálastjóri Danmerkur, Kristoffer Böttzauw, segir við Berlingske að of hættulegt sé fyrir kafara að fara að gasleiðslunum. Hann segir einnig hættulegt fyrir skip að lenda í gasi í staðinn fyrir sjó og skipið gæti sokkið:

„Ef skip siglir inn á gassvæðið getur það misst sjóhæfileikann – vegna þess að það er ekki sérstaklega mikið vatn en mikið gas í staðinn í vatninu. Svipað og í Bermuda þríhyrningnum. Þar að auki er gasmagnið svo mikið á svæðinu, að hætta er á að það kvikni í því ef neistar komast í það.“

Siglingastjórnir Danmerkur og Svíþjóðar hafa báðar sent frá sér viðvaranir og bann við sjó- og flugumferð á svæðinu.

Sjá nánar hér og hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila