Miðflokksmenn setja fram nýjan samgöngusáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið

Oddvitar níu framboða Miðflokksins funduðu á dögunum með forystumönnum flokksins um samgöngumál og kom fram á fundinum einróma hugmynd þess efnis að nauðsynlegt væri að koma fram með nýjan samgöngusáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið, og það gerðu fundarmenn því innan skamms höfðu Miðflokksmenn sett saman slíkan sáttmála.

Það kemur til að sögn oddvitanna af breyttum forsendum og margendurteknum undimálum núverandi meirihluta í Reykjavík ásamt meðvirkni annarra meirihluta sveitarfélaga innan vébanda Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH).


Nauðsynlegt er að tryggja íbúum á höfuðborgarsvæðinu raunhæfa og skynsama áætlun sem tekur mið af þörfum almennings þar sem valfrelsi einstaklinga er tryggt. Nýr eða verulega endurbættur sáttmáli þarf að byggjast á raunhæfum og skynsömum lausnum sem horfa á höfuðborgarsvæðið sem eina heild og að fjölbreytni í samgöngumátum verði ekki til að til árekstra komi. Mikilvægt er að horfa til lífsgæða íbúa á öllu höfuðborgarsvæðinu og tryggja öruggar og umhverfisvænar samgöngur. Samgöngur verða að byggjast á öruggu og fumlausu flæði umferðar sem víðast þannig að tími sparist og öryggi sé tryggt. Svo er ekki í dag og stefnir í að umferðatafir aukist verulega verði ekkert aðhafst. Hugmyndafræði sáttmálans byggist á því að horfa til þarfa alls almennings og tryggja
valfrelsi í samgöngum.


• Sundabraut í algjöran forgang enda kemur sú framkvæmd best út frá
félagshagfræðilegri greiningu sem gerð var fyrir Vegagerðina nýlega.
• Afdráttalaus afstaða gegn þeirri hugmyndafræði að hægja á eða þrengja að umferð á
stofnbrautum.
• Afdráttarlaus afstaða gegn því að almenningssamgöngur taki yfir miðrými á
stofnbrautum.
• Það er hægt að bæta almenningssamgöngur á marga vegu en Borgarlína verður ekki
byggð eftir núverandi hugmyndum. Slíku fylgir umtalsverður kostnaður og mikil
áhætta.
• Rekstur og starfsemi Reykjavíkurflugvallar verði tryggð á meðan aðrar lausnir
varðandi innanlandsflug eru ekki í sjónmáli.
• Niðurstaða Rögnunefndar um Hvassahraunsflugvöll er úr sögunni.
• Að bæta almenningssamgöngur og treysta rekstur Strætó með ódýrari lausnum sem
afkasta svipað og í samræmi við þær áætlanir sem núgildandi sáttmáli er ætlað að
ná.
Markmið sáttmálans er að tryggja skilvirkar og öruggar samgöngur fyrir alla.
• Umhverfisvænni samgöngur á höfuðborgarsvæðinu með bættu flæði allrar umferðar.
• Byggja upp skilvirkar og öruggar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu.
• Standa vörð um ferðavenjur og ferðafrelsi almennings.
• Engir flöskuhálsar = engar tafir.
• Hindrunarlaust flæði á stofnbrautum með mislægum gatnamótum eða öðrum
viðurkenndum og þekktum lausnum, sbr. gangnagerð sé þess þörf.
• Styttum tafatíma í umferðinni með betra flæði.
• „Snjallvæðum“ umferðina eins og kostur er, t.d. með ljósastýringum, breytilegum
skiltum, samskiptum og upplýsingagjöf í leiðsögutæki bíla.

Útfærslur sáttmálans eru:


• Gerð verði ítarleg fjárfestingar- og rekstraráætlun verkefnisins ásamt lágmarks
áhættugreiningu út frá fjárhagslegu sjónarmiði og út frá hönnun mannvirkja.
• Frekara samráð haft við íbúa á viðkomandi svæðum.
• Byggjum fleiri mislæg gatnamót á stofnbrautum og leysum umferðavandann til
langrar framtíðar með nútíma aðferðum.
• Bjóða út nýjar ljósastýringar strax.
• Leysum umferðavanda höfuðborgarinnar með betra flæði.
• Klárum uppbyggingu mislægra gatnamóta á helstu stofnbrautum.
• Skilvirkar samgöngur í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellsbæ.
Leiðakerfi Strætó verði eflt og þétt og þjónusta Strætó bætt verulega.

Verkefni sáttmálans sem þegar verða sett í hönnun og framkvæmd sem fyrst:
Á kjörtímabilinu:


• Mislæg gatnamót á Bústaðavegi / Reykjanesbraut.
• Fjögur mislæg gatnamót á Miklubraut.
• Klára tengingar í efri byggðum um Arnarnesveg, Breiðholtsbraut og um
Ofanbæjarveg (gamla flóttaleiðin).
• Koma Sundabraut í farveg eftir áratugar tafir og tafir af hálfu meirihlutans í Reykjavík.
• Alvöru tvöföldun Suðurlandsvegar með mislægum gatnamótum.
• Átak í merkingum og lýsingu gangbrauta með nýjum tæknilausnum í stýringum.
• Gatnamót Kauptúns og Urriðaholtsstrætis í Garðabæ löguð og öryggi tryggt.
• Koma umferð í betra flæði við Hafnarfjörð og án ljósa á Reykjanesbraut.
• Að rauðmerktum forgangsakreinum fyrir Strætó lengdar upp í Mosfellsbæ, t.a.m. á öxlum Vesturlandsvegar. Hraðleið Mosfellsbær-Grafarholt-Skeifan-Kringlan- Miðbær komið á með 7 mínútur á milli vagna á háannatíma. Leiðin yrði létt hraðvagnakerfi (BRT-Lite) og hvergi miðjusett, tæki ekki akreinar frá annarri umferð.
• Hraðleið frá Hafnarfirði til miðbæjar Reykjavíkur komið á með lágmarks
stoppistöðvum. Hafnarfjörður-Garðabær-Kópavogur-Kringlan-Miðbær með 7
mínútna á milli vagna á háannnatíma. Leiðin yrði létt hraðvagnakerfi (BRT-Lite) og
hvergi miðjusett, tæki ekki akreinar frá annarri umferð.


Á næsta kjörtímabil:


• Sæbraut / Skeiðavog og Holtaveg.
• Garðabæ, Hafnarfirði.
• Vesturlandsvegi til Mosfellsbæjar.
• Suðurlandsveg.
• Leggja Herjólfsbraut yfir að nýja Álftanesveginum í Garðabæ.
• Nútímavæðing umferðarstjórnunar og tæknileg samskipti í umferðinni.
• Áhersla á að styðja við framsæknar lausnir og tækninýjungar, svo sem sjálfkeyrandi
bíla.
• Þingvallavegur í Mosfellsdal gerður að öruggum vegi og settur framar á vegaáætlun,
göngu- og hjólastígar settir meðfram vegi og öryggi fólks sett í forgrunn.

Deila