Miðflokkurinn kynnir tillögur sem miða að því að milda efnahagslegt högg

Miðflokkurinn leggur áherslu á að styðja við allar þær aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem ætlaðar eru til þess að ná stjórn á því ástandi sem skapast hefur í samfélaginu vegna Kórónuveirufaraldursins, en segir mikilvægt þó að þess sé gætt að spyrja megi spurninga um leiðir í þeim efnum. Þá leggur flokkurinn til nokkuð róttækar tillögur til þess að styðja við efnahagslífið í landinu. Í tilkynningu frá flokknum vegna málsins segir meðal annars

” Miðflokkurinn telur að vandinn sem þjóðir heims standa nú frammi fyrir og sú þróun sem virðist vera fram undan kalli á umfangsmeiri aðgerðir ríkisins en nokkur dæmi eru um í seinni tíma sögu. Því fyrr sem gripið er til aðgerða þeim mun meiri áhrif hafa þær. Það á bæði við um heilbrigðismálin og efnahagsmálin. Við kynnum því tillögur Miðflokksins að viðbrögðum sem við teljum aðkallandi og spyrjum spurninga um álitamál sem mikilvægt er að taka afstöðu til nú þegar. Við munum styðja stjórnvöld í öllum þeim aðgerðum sem eru til þess fallnar að ná stjórn á ástandinu sem nú ríkir og bregðast við með það að markmiði að verja íslenskt samfélag, fyrirtæki og heimili.”

Smelltu hér til þess að skoða tillögur og spurningar flokksins.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila