Josh Hawley kynnir lagatillögu á Bandaríkjaþingi gegn ritskoðun netrisanna

Josh Hawley þingmaður Repúblikana er í fremstu víglínu gegn ritskoðun ólýðræðislegra netrisa eins og Google

Netrisar eins og Facebook, Google, Twitter og Youtube hafa notið skjóls löglegrar skjaldborgar gegn ákærum um ritskoðun en núna hverfur sú skjaldborg til sögunnar. Þingmaður Repúblikana Josh Hawley leggur fram tillögu um „takmörkun á undanþágu skv. kafla 230”. Þegar Bandaríkjaþing samþykkir lögin verða netrisarnir ekki lengur undanskildir ábyrgð útgefenda og hægt fyrir hvern sem er að kæra þá fyrir ritskoðanir og fyrir að svíkja gefin loforð um hlutleysi. 

Miklar umræður eru í Bandaríkjunum um alræði netrisanna og þá sér í lagi Goggle sem – eins og Tucker Carlsson kemst að orði í myndbandinu að neðan – „stjórnar raunveruleikanum”. Carlsson segir: „Þegar þú ert í fréttamennsku, þá hlýðir þú Google…enginn aðili hefur nokkru sinni áður í mannkynssögunni haft jafn mikil óheft völd yfir málfrelsi eins og Google hefur.”

Google stjórnar 70% auglýsingamarkaðarins á netinu og getur ákveðið hverjir fá að auglýsa og hverjir ekki. Þvingar Google marga vefmiðla með aðrar skoðanir en eru að skapi stjórnenda netrisans frá auglýsingatekjum með því einfaldlega að kippa þeim af auglýsendalistum, Vefmiðlum eins og Zerohedge og The Federalist.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila