Miður að íþróttafélögum sé meinað að kynna starfsemi sína innan grunnskólanna

Það er miður að Íþróttafélög fá ekki vegna reglugerða að kynna starfsemi sína innan grunnskólanna og afleiðinganar geta orðið að færri börn leggi stund á Íþróttir. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóns Hjaltalín Magnússonar formanns Samtaka Íslenskra ólympíufara og fyrrverandi formanns HSÍ í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag. Jón bendir á að til dæmis séu ákveðnir hópar bara sem varla sjást hjá félögunum leggja stund á íþróttir “ til dæmis börn sem eru af erlendu bergi brotin, þar væri til dæmis hægt að bæta heilmikið úr, svo eigum við auðvitað að gera íþróttum alltaf hátt undir höfði og þar getum við sem eldri erum og með reynslu á bakinu komið að málum og hjálpað til við að kynna íþróttir fyrir börnunum„. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila