Víðtækar götulokanir vegna komu Mike Pence

Mike Pence fundar í Höfða í dag ásamt ráðamönnum

Búast má við umferðartöfum í dag á stofnæðum í Reykjavík í dag vegna komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna til landsins í dag. Í tilkynningu frá lögreglu segir að  lokað verði fyrir alla umferð á hluta Sæbrautar, þ.e. á milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabrautar, frá hádegi og þar til síðdegis.

Jafnframt megi búast við tímabundnum umferðartöfum annars staðar á höfuðborgarsvæðinu af sömu ástæðu. Lokun á fyrrnefndum hluta Sæbrautar á við um allar akreinar og í báðar akstursáttir.

Hluta Borgartúns verður einnig lokað fyrir allri umferð meðan á heimsókn varaforsetans stendur. Lögreglan biðlar til vegfaranda að sýna þolinmæði á meðan töfunum stendur.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila