Mikill viðbúnaður vegna opinberrar heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna

Lögreglumenn standa vörð við Höfða

Mikill viðbúnaður hefur verið í dag vegna opinberrar heimssóknar Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna til landsins. Til marks um viðbúnaðinn fylgdi fjöldi lögreglubíla ásamt tveimur sjúkrabílum bílalest varaforsetans frá Leifsstöð til Reykjavíkur.

Þá fylgdu einnig nokkur fjöldi lífvarða og annara öryggisstarfsmanna Pence í bílalestinni. Viðbúnaðurinn við Höfða þar sem Pence fundar er einnig gríðarlegur en svæðið er afgirt og vaktað af miklum fjölda lögreglumanna og öryggisvarða. Þá hafa leyniskyttur komið sér fyrir á þökum húsa á svæðinu.

Tveir mótmælendur hafa verið handteknir í nágrenni Höfða en þeir höfðu kveikt í fána Bandaríkjanna. Umferðartafir eru víða í borginni vegna lokana gatna vegna heimsóknarinnar en síðdegis heldur Pence til Keflavíkur á ný þar sem ætlunin er að hann fundi með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila