Mikið álag á Fjölskylduhjálpinni sem óskar eftir sjálfboðaliðum

Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður Fjlskylduhjálpar Íslands

Mikið álag hefur verið hjá Fjölskylduhjálp Íslands að undanförnu vegna þess ástands sem skapast hefur í samfélaginu og hafa sjálfboðaliðar vart undan að anna öllum þeim umsóknum sem berast í viku hverri. Í síðdegisútvarpinu í dag var rætt við Ásgerði Jónu Flosadóttur framkvæmdastjóra Fjölskylduhjálparinnar en hún var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Ásgerður segir að fjöldi fólks sem nú sæki aðstöð vegna bágrar stöðu sinnar séu meðal annars fólks sem misst hafi vinnuna og er ekki enn komið á atvinnuleysisbætur. Þá bætist ofan á það fólk sem hingað hefur komið til að óska eftir hæli og bíður niðurstöðu í sínum málum

og það virðast sumir halda að Fjölskylduhjálpin sé á vegum hins opinbera og þetta er nokkurs konar mýta sem maður veit ekki hvaðan kemur”,segir Ásgerður.

Hún segir Reykjavíkurborg styðja afskaplega lítið við bakið á Fjölskylduhjálpinni en sú hjálp nemur aðeins 41 þúsund krónum á mánuði, sem að vonum hrekkur skammt ” sem dæmi höfum við nú verið að úthluta stanslaust í átta daga”.

Ásgerður segir að í ljósi þess að neyðin hafi aukist sé mikil þörf á fleiri sjálfboðaliðum

þetta er mest úthlutun, setja vörur í poka og þess háttar á milli klukkan 09:00 og 17:00 en fólki er auðvitað frjálst að vera skemur og taka kannski einn dag í viku , fólk hefur mikið svigrúm hvað það varðar“,segir Ásgerður.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila