Mikil og vaxandi andstaða gegn vindorkuverum í Svíþjóð

Per Bolund umhverfis- og lofstlagsmálaráðherra Svíþjóðar var undir pressu í gær vegna fyrirhugaðrar lýðræðisskerðingu sænsku ríkisstjórnarinnar sem vill afnema neitunarvald sveitarfélaga svo hægt verði að byggja vindmyllugarða þvert á vilja íbúanna.

Sænska sjónvarpið sagði frá andstöðu íbúanna í Offerdal í sveitarfélaginu Krokoms í Jämtland gegn fyrirhugaðri áætlun Vattenfalls (mótsvarar Landsvirkjun) um að byggja vindmyllugarð með 63 vindorkuverum á svæðinu. Henrik Ling íbúi staðarins hefur stofnað samtökin „Lífsorku” til að mótmæla fyrirhuguðum vindmyllugarði. Sýndi hann fréttamönnum sjónvarpsins beitiland hreindýra á stóru svæði sem eyðileggst ef vindmyllugarðurinn verður að raunveruleika. Ekki er verið að tala um neina smásmíði, því myllurnar eru komnar upp í 200-250 metra hæð og talað er um að 300 metra háar myllur í náinni framtíð.

Stofnaði samtökin Lífsorkan til að stöðva vindmyllugarðinn – Zlatan er með í liði mótmælenda

„Það sem hafði áhrif á mig að fjárfesta og vera í Offerdal er hin stórkostleg náttúra í fjallalandslagi. Ég dreg í efa hyggjuna í því að eyðileggja þessa fallegu náttúru með vindorkuiðnaði í stórum stíl” skrifaði Zlatan á Twitter.
Vindmylluspaðar skemmast í notkun með tilheyrandi mengun, þegar flísar úr spöðunum fara út í andrúmsloftið. Þetta kallar stöðugt á afskaplega dýran viðhaldskostnað sem er falinn, þegar verið er að selja inn vindmyllur sem „grænu leiðina.”

Upplýsingarnar um áform ríkisfyrirtækisins að eyðileggja beitiland hreindýra sem mjög margir hafa atvinnu af sem hreindýrabændur kom eins og þruma úr heiðskýru lofti til íbúanna í október s.l. og segja má að ástandið hafi ekki verið sjálfu sér líkt síðan. Hafa margir lagt baráttunni gegn vindmyllunum lið eins og t.d. hinn ástsæli knattspyrnumaður Zlatan. Margir hafa flutt til Krokoms með fjölskyldur sínar til að njóta náttúrufegurðarinnar, þagnarinnar og hins fallega útsýnis. Allt þetta fer forgörðum við byggingu vindmyllugarðsins ef af verður. Það er von íbúanna, að sveitarfélagið noti neitunarvaldið og stöðvi áform ríkisstjórnarinnar en ríkisstjórnin ætlar að keyra ný lög gegnum þingið sem afnemur neitunarvald sveitarfélaganna. Ef það gengur eftir geta sveitarfélögin ekki lengur stólað á sig sjálf en verða algjörlega háð því, hver situr í ríkisstjórn hverju sinni. Fyrir Krokoms þýðir vindmyllugarður að sveitarfélagið fer í eyði. Hreindýrabændur flæmast úr starfi og frá staðnum og aðfluttir flýja annað.

Einungis 3% eftir af ósnortinni náttúru á jörðinni samkvæmt nýrri skýrslu

Samkvæmt nýrri skýrslu „Frontiers in Forests and Global change” eru aðeins um 3% hreinni náttúru jarðarinnar enn ósnortin. Er átt við svæði með svipuðu dýralífi og dýrategundum og var fyrir 500 árum síðan. Þessi svæði eru fremst í norður Kanada, austurhluta Síberíu, Amazona, Kongó og Sharaeyðimörkinni. Ýmsir gagnrýna skýrsluna og segja hana ónákvæma, þar sem ekki er tekið tillit til loftslagsbreytinga og því ekki hægt að bera saman aðstæður núna og fyrir 500 árum síðan.

Mikil andstaða í Noregi – 7 af 10 eignarfyrirtækjum tengjast skattaparadísum

Í Noregi er mikil andstaða við vindmyllur. Samtökin Motvind er fjöldahreyfing og að sögn Íslendings í Noregi á Facebook sendu samtökin viðvörunarbréf til fjölmiðla og alþingismanna á Íslandi í janúar vegna fyrirhugaðra vindmyllugarða á Íslandi í eigu Zephyr. Eru íslendingar varaðir alvarlega við því að trúa fögrum loforðum fyrirtækisins með kveðju frá íbúum Haramseyju í Noregi sem vilja stöðva eyðileggingu náttúrunnar með vindorkuverum.

Samtökin Motvind í Noregi er fjöldahreyfing til varnar náttúrunni og leggst hún gegn vindmyllum sem eru miklir skaðvaldar m.a. gegn fuglalífi.

Tax Justice Network í Noregi hefur afhjúpað að 7 af 10 stærstu fyrirtækjum í vindmyllubransanu tengjast skattaparadísum. Í nóvember ár 2019 afhjúpaði TV2 í Noregi að eiginlega höfðu stjórnvöld engar hugmyndir um, hverjir væru eigendur eins stærsta vindorkuvers Noregs, Tellens vindorkuvers. Sýndi sjónvarpið hvernig fjármálafurstar að baki orkuversins svindluðu til sín skattafé og komust hjá að borga vexti samtímis sem þeir afskrifuðu hagnað í Noregi með fjárfléttum á Caymaneyjum. Eigendurnir gera allt til að fela sig á bak við leynisamninga og lokaðar dyr svo torsótt verði að fletta ofan af þessum fjármálasvindlpíramíða þeirra. Skattgreiðendur eru mjólkaður eins og búskapur og ókunnugir stjórnmálamenn notaðir til að þvinga vindmyllugörðum upp á fólk.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila