Mikil óreiða á Facebook – bannar rödd Trumps og hefur lekið gögnum 533 milljónum notenda

Facebook á ekki sjö dagana sæla, ekkert öryggi fyrir notendur varðandi persónuupplýsingar og Zuckerberger heyrir rödd Donald Trumps út um allt.

Gæfan virðist hafa snúið við bakinu að Zuckenberger. Fyrir utan að hafa tekið sér sjálfskipað dómarasæti gegn Donald Trump fv. Bandaríkjaforseta og bannað honum að vera á Facebook, þá bannar fyrirtækið núna dreifingu myndbanda á Facebook með rödd Donald Trumps eftir viðtal tengdadóttur hans sem hún dreifði á netinu. Facebook segir í bréfi til Lara Trump: „Í framhaldi bannsins á Donald Trump á Facebook og Instagram, þá mun innihald með rödd Donald Trumps framvegis verða fjarlægt og búast má við auknum takmörkunum hjá viðkomandi notendum.”

Þá hafa upplýsingar um 533 milljónir notenda Facebook lekið og dreifast nú víða á netinu. Frá þessu greinir Business Insider.

Öryggissérfræðingar segja, að óprúttnir náungar geti notað gögnin til að fremja glæpi. Gögnin innihalda símanúmer, nöfn, heimilisföng, fæðingardaga og tölvupóstföng og koma frá notendum í 106 löndum.

Traust notenda svikið af Facebook

Facebook uppgötvaði árið 2019 að leki var í öryggiskerfi fyrirtækisins sem gerði utankomandi kleift að komast inn. Þótt upplýsingarnar séu frá 2019, þá geta þær engu að síður gagnast glæpamönnum. Alon Gal öryggissérfræðingur hjá öryggisfyrirtækinu Hudson Rock, sem uppgötvaði lekann segir, að glæpamenn geta notað upplýsingarnar til að þykjast vera einhver annar og svindla til sín fé o.s.frv. „Tölvugrunnur af þessarri stærð með einkaupplýsingum t.d. símanúmerum getur leitt til þess að misyndismenn notfæri sér upplýsingarnar til að brjótast inn í önnur kerfi.”

Alon Gal uppgötvaði lekann í janúar í ár þegar upplýsingar um milljónir notenda Facebook voru boðnar til sölu. Facebook staðfesti að upplýsingarnar höfðu lekið út frá fyrirtækinu. Núna hefur upplýsingunum verið deilt ókeypis á netinu. Business Insider bar saman hluta upplýsinga sem höfðu lekið við notendur og fann að upplýsingarnar voru réttar. Voru símanúmer reynd ásamt tölvupóstföngum.

Gal gagnrýnir Facebook: „Einstaklingar hafa treyst fyrirtækjum eins og Facebook og falið þeim vörslu persónugagna, sem búist var við, að Facebook mundi fara varlega með.”

Það traust er sem sagt farið.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila