Mikill meirihluti brezka þingsins samþykkti beiðni til ESB um frestun á Brexit

Með tölunum 412 gegn 202 var tillaga ríkisstjórnar Theresu May um að fara eina bónarferðina enn til Brussel samþykkt. Fer May á fund ESB með samþykktina í farangrinum til að ”biðja” ESB um að ”fresta útgöngudagsetningu Brexit”. Sú ferð gæti þýtt að May reyndi í þriðja skiptið að fá ESB-samninginn samþykktan á brezka þinginu. Óvissa ríkir um hvort þriðja atkvæðagreiðslan verði leyfð. Verði hún leyfð og samningurinn samþykktur mun May fara fram á Brexit verði frestað til 30. júní n.k. Falli samningurinn í þriðja sinn mun May krefjast lengri frests og Bretar neyðast til að taka þátt í kosningunum til ESB-þingsins. Enginn frestur á Brexit verður veittur af hálfu ESB nema að fengnu samþykki allra 27 aðildarríkja sambandsins. Donald Tusk hefur lýst yfir vilja til að gefa Bretum langan frest ”til að endurmeta Brexit á víðtækum samráðsgrundvelli”.
Áður en aðalatkvæðagreiðslan var haldin voru greidd atkvæði um nokkrar breytingartillögur m.a tillögu frá samstarfshóp Verkamannaflokksins og Íhaldsflokksins um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu en sú tillaga kolféll með 334 mótatkvæðum en einungis 85 atkvæðum til samþykktar. Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins beið ósigur þegar tillaga hans um framlengingu Brexit ”til að finna meirihluta fyrir öðruvísi afstöðu” náði ekki fram að ganga.
Skv nýrri YouGov skoðanakönnun fyrir atkvæðagreiðslu brezka þingsins vildu 75% þeirra sem styðja Brexit ekki að neinn frestur verði gefinn umfram 29. mars n.k. Spurt var: ”Bretland ætlar að fara úr Evrópusambandinu 29. mars. Í kvöld munu þingmenn kjósa um hvort Brexit verði frestað fram yfir 29. mars. Finnst þér að þingmenn eigi að velja….” 75% þeirra sem styðja Brexit voru á móti frestun og einungis 12% voru fylgjandi frestun. 72% af kjósendum Íhaldsflokksins leggjast gegn frestun umfram 29. mars. Sjá nánar hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila