Mikilvægt að fólk viti hvernig eigi að bera sig að og hvað beri að varast í faraldrinum

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra

Það er fjölmargt sem almenningur þarf að kynna sér til þess að vita hvernig bera eigi sig að á Covid tímum, sér í lagi þeir sem þurfa að vera í sóttkví eða einangrun. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Víði Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Víðir segir að til dæmis þegar fólk sé í sóttkví verði fólk að fara afar varlega, vissulega megi fara út í garð en það eitt og sér getur verið flókið, enda séu aðstæður fólks afar misjafnar

þeir sem búa í fjölbýlishúsum verða að gæta þess að hitta engan í sameiginlegu rými og ekki snerta handföng og aðra fleti á sameiginlegum svæðum, það má heldur ekki fara í verslun eða í bílalúgu þó þú  megir aka einn um í bíl„,segir Víðir.

Þá segir Víðir þær nýju reglur, til að mynda upptöku sérstaks litakóða vera mjög til bóta

við höfum hugsað okkur að hafa þetta myndrænt líkt og Veðurstofan þar sem hægt er að setja upp litakóða fyrir ákveðin svæði, til dæmis ef það væri sett upp appelínugulur litakóði fyrir Reykjavík þá myndi það þýða að fólk á því svæði þyrfti að gæta varúðar, svo er það þessi metersregla sem er auðvitað eitt af lykilatriðunum“ segir Víðir.

Þá þarf fólk að gæta þess að nota grímur, hanska og aðrar varnir  á réttan hátt og kynna sér rétta notkun en fyrst og fremst spritta og þvo hendur vel sem sé áhrifaríkasta vörnin.

Víðir segir einnig gott að hafa í huga að þar sem fjölskyldur koma saman í boðum þurfi að gæta varúðar þó samkomubann nái ekki yfir slíkar samkomur

það er þannig að ef þú ert að hitta fólk sem þú hittir sjaldan þá þarftu að gæta meiri varúðar„.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila