Mikilvægt að fyrirtækjaeigendur geti fengið að fresta greiðslu fasteignagjalda

Örn Þórðarson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins

Það er mjög mikilvægt að fyrirtækjaeigendur í borginni geti fengi að fresta greiðslu fasteignagjalda og það myndi hafa áhrif út fyrir fyrirtækin og hafa góð keðjuverkandi áhrif á efnahagslífið. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Arnar Þórðarsonar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar, en í þættinum var rætt um tillögur borgarfulltrúa flokksins sem miða að því að sporna við efnahagslegum áhrifum Covid-19.

Örn segir að þessi tillaga sé ein sú mikilvægasta af þeim tillögum sem borgarfulltrúarnir hafa lagt fram

ef hún yrði samþykkt hefði hún margvísleg áhrif, fyrirtæki sem berjast í bökkum geta haldið áfram starfsemi og þannig björgum við störfum sem annars myndu tapast, og önnur fyrirtæki sem eru betur stödd gætu bætt við starfsfólki og þannig draga úr atvinnuleysi“,segir Örn.

Fjallað var um tillögur borgarfulltrúana hér á vefnum í gær en tillögurnar þykja nokkuð róttækar og hafa flutningsmenn tillagnanna harðlega gagnrýnt meirihlutann fyrir að standa í vegi fyrir því að þær nái fram að ganga.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila