Mikilvægt að stjórnvöld hafi tilbúna aðgerðaráætlun í faraldri eins og Covid-19

Kári Eyþórsson ráðgjafi

Það er mjög mikilvægt að stjórnvöld hafi tilbúna aðgerðaráætlun þegar faraldrar eins og Covid skella á, til þess að draga úr óvissu, því óvissa stuðlar að kvíða og ótta. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Kára Eyþórssonar fjölskylduráðgjafa í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Kári segir að þegar horft er um öxl ættu menn að vera búnir að læra af reynslunni í þessum efnum enda þegar ákveðið ástand eins og bankakreppur og faraldrar skella á sé viðbúið að slíkt hafi áhrif á andlega heilsu fólks, eins og nú sé að raungerast. Til þess að koma í veg fyrir að fólk verði kvíðið og óttaslegið verði yfirvöld að hafa tilbúið plan til þess að bregðast við þeim aðstæðum sem geta komið upp, til dæmis atvinnuleysi og tilheyrandi efnahagsþrengingar, slíkt plan sé hins vegar ekki til staðar.

Kári segir einnig gríðarlega mikilvægt að þeir sem séu kvíðnir horfi fram á veginn og hafi í huga að um sé að ræða ástand sem er tímabundið, og gleymi ekki að eiga samskipti við annað fólk þó þau samskipti felist ekki í því að hitta fólk

það er hægt að nýta sér rafrænar leiðir og það er mjög mikilvægt að fólk haldi áfram samskiptum þrátt fyrir ástandið, það er líka mikilvægt að horfa fram í tímann og til dæmist ákveða með fjölskyldunni hvað gera eigi um jólin, til dæmis hvernig nýta eigi tímann sem venjulega hefur notaður til þess að fara á jólatónleika sem nú falla niður. ég er að tala um að það er nauðsynlegt að hafa eitthvað til þess að hlakka til“,segir Kári.


Nauðsynlegt að ræða við börnin


Kári segir að foreldrar eigi að ræða við börnin um faraldurinn og gera þeim grein fyrir þeirri stöðu sem uppi er í samfélaginu

og vera bara hreinskilin, upplýsa þau um hvað sé að gerast og gera þeim einnig grein fyrir því að þetta verði allt í lagi og þau þurfi ekki að óttast neitt“.

Þá segir Kári að stjórnvöld verði að eyða óvissu um stöðu fólks sem óttast um hag sinn og jafnvel heimili

óvissa getur nefnilega haft heilmikil áhrif á heilsu fólks því óvissa eykur á kvíða, ótta og svefnleysi“. 


Fyrir þá sem vilja leita til Kára er rétt að benda á að hægt er að hafa samband við hann á netfangið karieythors@gmail.com


Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila