Mikilvægt að hlúa að atvinnumálunum og fjölga störfum – Atvinnuleysi veldur afleiddum vandamálum

Vilhjálmur Bjarnason viðskiptafræðingur og fyrrverandi þingmaður

Það er mjög mikilvægt að menn hlúi að atvinnumálunum hér á landi og fjölga störfum því atvinnuleysi fylgja mörg afleidd vandamál. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Vilhjálms Bjarnasonar viðskiptafræðings og fyrrverandi þingmanns í þættinum Fréttir vikunnar í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Vilhjálmur segir að nú eigi stjórnmálamenn að einbeita sér að því að styðja við atvinnulífið og skapa skilyrði til þess að fyrirtækjum gangi vel en einnig skapa skilyrði fyrir aðila sem vilja setja á fót fyrirtæki og skapa atvinnu.

Hann telur í ljósi þess að erfiðlega gangi að fá fólk til starfa af atvinnuleysisskrá að líklega sé atvinnuleysi hér á landi töluvert ofmetið.

ég held að það verði að líta svo á að það sé líklegt að atvinnuleysi sé ofmetið

Vilhjálmur sem nú tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins segist leggja talsverða áherslu á atvinnumálin, en hann segir einnig að hann hafi um árabil einnig barist hart fyrir frelsi einstaklinga.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila