Mikilvægt að menntastofnanir leggi áherslu á að nemendur hugsi sjálfstætt en segi þeim ekki hvað þeir eigi að hugsa

Arnar Þór Jónsson

Það er mikilvægt að menntastofnanir leggi áherslu á að hátta kennslu sinni á þann hátt að hún efli nemendur í að hugsa sjálfstætt en segi þeim ekki hvernig og hvað þeir eigi að hugsa. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Arnars Þórs Jónssonar frambjóðanda í fimmta sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og héraðsdómara í síðdegisútvarpinu í gær en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Arnar segist hafa töluverðar áhyggjur af þeirri þróun sem á sér stað innan veggja menntastofnana hvað slíkar áherslur varðar og segir að hlutverk menntastofnana ætti auðvitað að vera að fræða og efla nemendur í að beita gagnrýnni hugsun.

Arnar segir að þegar hann hafi annast kennslu í áraraðir í ýmsum skólum hafi hann haft það að venju að spyrja nemendur sína á fyrsta kennsludegi hvaða þjálfun þau hefðu fengið í gagnrýnni hugsun. Svo í gegnum árin hafi hann orðið var við að þróunin hafi verið í öfuga átt á við gagnrýna hugsun.

ég fékk sífellt dræmari svör frá nemendum mínum, sem var mjög umhusunarvert. Þeim hafði ekki verið kennt gagnrýnin hugsun” segir Arnar.

Hann segist hugsi yfir þessu og sé þróunin sett í samhengi við loftslagsumræðuna og miklar áhyggjur ungs fólks af loftslagsmálun séð eðlilegt að spurt sé hvort átt hafi sér stað innræting gagnvart ungu fólki.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila