Mikilvægt að nemendur finnist þeir vera öruggir í skólunum

Borgarholtsskóli

Samband íslenskra framhaldsskólanema hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna alvarlegs ofbeldisatviks í Borgarholtsskóla í gær þar sem hópur ungra manna slóst með bareflum og hnífum.

Í yfirlýsingunni segir að SÍF harmi atvikið og ítreka mikilvægi þess að nemendur sem telja sig þurfa áfallahjálp vegna atviksins fái hana. Félagið áréttar að það sé gríðarlega mikilvægt að nemendur á Íslandi finnist þeir geta verið öruggir í skólum þar sem þeir sæki nám.

Þá kemur fram að félagið mun í dag funda með stjórnendum Borgarholtsskóla vegna málsins

SÍF vonar innilega að þeir nemendur sem særðir eru nái sér að fullu, sem og aðrir nemendur sem atvikið hafði áhrif á “ segir að lokum í yfirlýsingunni.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila