Mikilvægt að tryggja langtímahagsmuni fólks og fyrirtækja

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra

Það er mjög mikilvægt að þeir aðilar sem komu að lífskjarasamningnum setjist niður og vinni að lausn sem tryggir langtímahagsmuni fyrirtækja og fólks í landinu.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Þá bendir Sigmundur á að það séu þó nokkur mál sem séu að gleymast vegna Covid og séu lítið sem ekkert rætt, til dæmis mál sem snúa að mikilvægum atvinnugreinum þjóðarinnar

til dæmis landbúnaðurinn sem er í mikilli hættu að mínu mati, staðan þar er erfið og að mínu mati verður að tryggja það að það verði ekki of mikil samþjöppun þar, heldur ættum við að standa vörð um fjölskyldubúskapinn„,segir Sigmundur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila