Miklar breytingar á samsetningu íbúa – innfæddir Svíar verða í minnihluta í Svíþjóð ár 2063

Margir Svíar flúðu fátækt fyrir aldamótin, hér er mynd af sænskum innflytjendum í Minnesota USA um 1880.

Samfélagsmiðillinn Det Goda Samhället (Góða Samfélagið) skrifar m.a. um innflytjendamál og birti skýrslu finnska dósentsins Kyösti Tarvainen nýlega. Dr. Kyösti Tarvainen, dósent, hefur kennt við Tækniháskólann og Háskólann í Helsinki. Hann nam við Tækniháskólann í Helsinki og hefur doktorsgráðu í kerfis- og stjórnunartækni frá Bandaríkjunum. Tarvainen er sérfræðingur í gerð reiknilíkana og ár 2009 tók hann eftir miklum áhrifum fólksinnflutnings á samsetningu íbúa og hóf rannsóknir í efninu. Töluverðar umræður hafa orðið um rannsóknarskýrslu Kyösti Tarvainen sem birtist fyrst 2018, þar sem hann setur fólksinnflutning á Norðurlöndum í reiknilíkan miðað við innfædda íbúa. Á grundvelli reiknilíkansins gerir Tarvainen spár og kemst m.a. að þeirri niðurstöðu að innfæddir Svíar verða komnir í minnihluta í eigin landi ár 2063.

Hlutfall innfæddra íbúa

Tarvainen ber einnig saman fólksinnflutninga til einstakra Norðurlandaríkja þar sem mikill munur t.d. á Svíþjóð og öðrum löndum kemur í ljós. Einng ber hann saman hvaðan innflytjendur koma og trúarbrögð og þá sést aftur mikill munur á einstökum Norðurlöndum. Reiknilíkanið tekur yfir þróunina í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörk.

Upprunalegir íbúar 1918-2019 ásamt spá fyrir 2020 – 2100.
Upphaflegar tölur frá hagstofum Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs og Finnlands.

Spár samkvæmt reiknilíkani Tarvanen miða við að tölur innflytjenda séu með sama móti og 2018. Upprunalega eru forsendur íbúa Norðurlanda svipaðar í löndunum. Breytingarnar gerast hraðast í Svíþjóð vegna miklu meiri fólksinnnflutnings og verða upprunalegir íbúar komnir í minnihluta ár 2063.

Hlutfall múslímskra íbúa

Múslímskir íbúar. Tölur 1990-2019 byggja á Pew Resarch Center. Spár 2020-2100 miðast við að fólksinnflutningur 2018 verði áfram svipaður árlega.

Hraðvirk fjölgun múslíma í Svíþjóð grundvallast á innflytjendatölum 2018 en þá voru múslímar 55% innflytjenda í Svíþjóð. Íslamísering í Finnlandi, Noregi og Danmörku gerist með svipuðum hraða og áður gerðist í Tyrklandi. Svíþjóð verður fyrsta Norðurlandið sem fær múslímskan meirihluta og verða múslímar orðnir 25% Svía ár 2065, 12% Norðmanna og Dana og 7% Finna.

Hlutfall íbúa frá Vesturlöndum

Hlutfall íbúa með uppruna á Vesturlöndum, þ.e. innfæddir og aðfluttir með vestrænan uppruna. Tölur 2015-2019 byggjast á hagstofum Norðurlanda. Spár 2020 – 2100 miðast við sama fjölda árlega eins og 2018.

Hröð minnkun íbúa af vestrænan uppruna í Svíþjóð byggir á því að einungis 15% slíkra innflytjenda komu til Svíþjóðar 2018. Á sama tíma var hlutfallið 39% í Noregi, 60% í Danmörku og 29% í Finnlandi.

Flestir innflytjendur koma til Norðurlanda í leit að betra efnahagslegu lífi og eru allt að 70% af „flóttamönnum“ sem koma. Norðurlandabúar hafa vegna samúðar við stríðshrjáða hleypt inn fólki frá yfir 100 löndum og ekki er gerður munur á uppruna eða trúarbrögðum við aðstoð í neyð. Margir innflytjendur fá betri efnahagslega afkomu í velferðakerfi Norðurlanda og hafa því lítinn áhuga á að flytja aftur heim til að byggja upp líf þar, á meðan hægt er að lifa þægilegra lífi á Norðurlöndum.

Deila