Milley sagði í leynilegu samtali við yfirhershöfðingja Frelsishers Alþýðunnar að hann myndi vara kommúnistaflokkinn við ef Bandaríkin myndu ráðast á Kína

Mark Milley yfirhershöðingi Bandaríkjahers hafði í tvígang leynileg samskipti við yfirhershöfðingja Frelsishers Alþýðunnar, Li Zuocheng, og lofaði honum því, að hann léti vita fyrirfram „ef Bandaríkin réðust á Kína.”

Samkvæmt nýrri bók „Hætta“ eftir Bob Woodward, sem afhjúpaði Watergate hneykslið, sagði Mark Milley, yfirmaður sameiginlega Herforingjaráðsins, í leynilegu símtali við Kína, að hann myndi vara við því fyrirfram, ef Bandaríkjamenn myndu einhvern tímann að gera árás.

Í nokkrum leynilegum símtölum fullvissaði Mark A. Milley, hershöfðingi, kínverskan starfsbróður síns, Li Zuocheng hjá Frelsisher Alþýðunnar, um að Bandaríkin myndu ekki ráðast á Kína, samkvæmt nýju bókinni, sem skrifuð er af aðstoðarritstjóra Washington Post, Bob Woodward og stjórnmálaritstjóranum Robert Costa.

Fyrsta símtalið fór fram þann 30. október 2020, fjórum dögum fyrir kosningarnar, sem felldu Trump forseta og annað símtalið átti sér stað 8. janúar 2021, tveimur dögum eftir árásina á þinghúsið.

Fyrsta símtalið kom til vegna skýrslu leyniþjónustunnar til Milley, sem benti til þess að Kínverjar teldu að Bandaríkin væru að undirbúa árás.

„Hershöfðingi Li, ég get fullvissað þig um að bandaríska ríkisstjórnin er stöðug og allt verður í lagi“ sagði Milley við hann. „Við ætlum ekki að ráðast á eða framkvæma heraðgerðir gegn þér.”

Í frásögn bókarinnar gekk Milley svo langt að lofa því, að hann myndi láta starfsbróður sinn vita, ef Bandaríkin ætluðu að gera árás og lagði áherslu á það samband, sem þeir höfðu komið á m.a. með aukalínu. „Hershöfðingi Li, þú og ég höfum þekkst í fimm ár. Ef við ætlum að ráðast á ykkur, mun ég hringja í þig með góðum fyrirvara. Það mun því ekki koma á óvart. “

Mark Milley hershöfðingi starfaði að skipun Nancy Pelosi forseta Bandaríkjaþings

Þann 8. janúar 2021, sama dag og Milley talaði við Kína í leynilegu símtali, birti CNN frétt, þar sem fullyrt er, að Pelosi hafi fengið tryggingu hjá Milley, að gerðar yrðu öryggisráðstafanir, ef Trump forseti fengi fyrir sér að beita kjarnorkuvopnum.

„Í morgun ræddi ég við yfirmann sameiginlega Herforingjaráðsins, Mark Milley, um fyrirbyggjandi varúðarráðstafanir til að koma í veg fyrir, að óstöðugur forseti geti hafið hernaðaraðgerðir eða fái aðgang að skotlyklum og skipi kjarnorkuárás“ skrifaði Pelosi í bréfi. „Staða þessa óhefta forseta gæti ekki verið hættulegri og við verðum að gera allt sem við getum til að vernda bandarísku þjóðina gegn ótempraðri árás hans á landið okkar og lýðræðið.”

Margar heimildir frá flokksstjórn demókrata segja, að Pelosi hafi upplýst demókrata eftir að hafa rætt við Milley föstudag, að hún hafi fengið tryggingu fyrir því, að öryggisráðstafanir voru gerðar til að koma í veg fyrir að Trump gæti beitt kjarnorkuvopnum ef hann vildi nota þau.

Dave Butler ofursti segir í yfirlýsingu „að Pelosi forseti tók samband við hershöfðingjann. Hann svaraði spurningum hennar varðandi ferli kjarnorkustjórnvalds.“

Athugasemdir

athugasemdir

Deila