Kveikt í dómkirkjunni í Nantes – hluti múslima fagna: „Reisum moskur okkar og látum kirkjur þeirra brenna”

Fallega dómkirkjan í Nantes hefur orðið fyrir árás brennuvarga líkt og Notre Dame i París.

Margir íslamistar gleðjast yfir brunanum í dómkirkjunni í Nantes, Frakklandi í fyrri viku. M.a. eyðilagðist orgel kirkjunnar frá 17. öld og glermyndir frá 15. öld. Bygging kirkjunnar hófst 1434 og hefur kirkjan verið stækkuð fjórum sinnum eftir það, síðast á 17. öld. Le Figaro telur að um íkveikju hafi verið að ræða en eldsupptök hófust á þremur mismunandi stöðum í kirkjunni.


Á félagsmiðlum eru sumir múslímar yfir sig glaðir fyrir brunanum. Í athugasemdum fésbókarsíðu Avraas TV sem er arabísk sjónvarpsstöð í London eru slík dæmi. „Mashallah” segir einn maður á arabísku, það er frasi sem tjáir hamingju og að vilji Allah sé að verki. „Látum rödd okkar og moskur rísa og kirkjur þeirra loga. Þetta er fyrir allt ranglætið, stríð og blóðsúthellingar gegn fólki íslams” skrifar annar. Sumum finnst að byggja eigi mosku þar sem kirkjan er, aðrir segja að prestarnir sjálfir hafi kveikt í kirkjunni til að græða peninga.


Það er hins vegar langt í frá að allir múslímar gleðjist yfir bruna dómkirkjunnar. Mörgum er brugðið og finnst það mjög sorglegt að kirkjan hafi brunnið. Sumir segja til og með að það sé forkastanleg afstaða hjá múslímum sem gleðjast yfir brunanum.


„Þetta er hræðilegur og ósættanlegur sorgleikur. Stórmoskan í Nantes samhryggist með kristnum og öllum íbúum Nantes, þar sem dómkirkjan er svo þýðingarmikil sem sögulegar minjar” segir í tilkynningu frá stóru moskunni í Nantes.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila