Minnisblað forsetans: „Þú ferð inn í Rooosevelt herbergið og segir halló“… „Þú sest á stól“…..„Þú labbar út“

Joe Biden forseti Bandaríkjanna sýndi óvart minnisblað sitt á fundi s.l. fimmtudag, sem starfsfólk Hvíta hússins hafði tekið saman fyrir hann. Sem forseti Bandaríkjanna verður að sjálfsögðu að gæta margra mikilvægra mála eins og t.d. í hvaða herbergi á mæta, að maður bjóði fundargesti velkomna og muni eftir því að fá sér sæti. Þetta eru að sjálfsögðu helstu minnispunktarnir fyrir mann í einu valdamesta embætti heimsins til að halda þræðinum á þeim mikilvægu tímum, sem núna eru uppi í heimsmálunum.

Mikilvægustu minnispunktar Bandaríkjaforsetans á fundi með vindmyllukóngum.

Það var á fundi með stjórnendum í vindorkubransanum, sem Biden hélt á blaðinu þannig, að ljósmyndara tókst að fanga forsetann á mynd, þegar hann sýndi skjalið óvart, segir í frétt New York Post.

Minisblaðið ber yfirskriftina Aflandsvindfall eftir röð atburða „Offshore Wind Drop-By Sequence of Events“ – leiðbeindi forsetanum um að hann ætti að fara inn í herbergið, kasta kveðju á viðstadda og ekki gleyma að þakka fyrir sig og muna eftir því að fara út úr herberginu.

Minnisblöð Bandaríkjaforseta hafa áður vakið athygli fyrir skörp skilaboð eins og „Það er eitthvað á hökunni á þér“ en matarleifar voru á andliti forsetans á fundinum.

Hvernig liti minnisblað forseta Íslands út, ef Joe Biden forseti Bandaríkjanna væri fyrirmyndin?

Það má nærri geta, að slíkir minnismiðar gætu orðið íslenskum embættismönnum mikil búbót og til dæmis gæti áhrifamikill minnismiði forseta Íslands litið út á eftirfarandi hátt við setningu Alþingis, sem þá yrði öllum ógleymanleg:

  1. Gakktu í salinn og segðu hæ við alþingismenn
  2. Fáðu þér sæti
  3. Blaðamenn koma og fylgjast með
  4. Þú heldur stutta ræðu
  5. Blaðamenn fara
  6. Þú spyrð forseta alþingis einnar spurningar
  7. Þú þakkar alþingismönnum
  8. Þú gengur út úr salnum

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila