Missouri fyrsta ríkið sem bannar fóstureyðingar

Ríkisstjóri Missouris, Michael L. Parson, skrifar undir lög (mynd © Skrifstofa ríkisstjórans Missouri

Réttur ríkjanna sjálfra að ákveða um fóstureyðingar

Strax eftir niðurstöðu Hæstaréttar Bandaríkjanna s.l. föstudag, að það sé réttur ríkjanna að ákveða um fóstureyðingar, þá ákvað Missouri að banna fóstureyðingar.

Ákvörðun HD felur í sér, að hinn svokallaði fóstureyðingarréttur í Bandaríkjunum er rifinn upp og það verður frjálst fyrir einstök ríki að banna fóstureyðingar.

Ríkisstjóri Repúblikanaflokksins í Missouri, Michael L. Parson, hefur núna sett lög, sem banna allar tegundir fóstureyðinga í ríkinu – nema í neyðartilvikum.

Louisiana og Suður-Dakóta hafa einnig tekið upp tafarlaust bann við fóstureyðingum. Búist er við, að önnur 13 ríki með svipaða afstöðu banni fóstureyðingará næstu vikum.

Mike Parson er gagnrýndur af vinstri og frjálslyndum öflum í Svíþjóð. Á Twitter lýsir þingmaður Móderata Lars Beckman reiði sinni yfir ákvörðun bandarískra repúblikana.

„Mun þessi ákvörðun gera það meira og minna aðlaðandi að búa í þessu ríki? Í sænsku samhengi er þetta algjörlega óskiljanleg ákvörðun – og fyrir marga Bandaríkjamenn auðvitað – en hvað heldurðu að kjósendur ríkisins haldi og hvernig munu þeir bregðast við? Flytja í burtu?“

Samkvæmt skoðanakönnunum er meirihluti íbúa Missouri hlynntur því að banna fóstureyðingar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila