Mistök að gera RÚV að opinberu hlutafélagi – Stjórnmálamenn óttast völd og áhrif RÚV

Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins

Það voru mistök að gera RÚV að opinberu hlutafélagi og Sjálfstæðisflokkurinn er ekki saklaus af því að hafa tekið þátt í að gera þau mistök og stjórnmálamenn þora lítið að gagrýna stofnunina eða hrófla við henni af ótta við að vera settir út í kuldann. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Óla Björns Kárasonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Óli Björn segir að það væri heppilegt að stíga skref til baka og setja RÚV á fjárlög líkt og aðrar menningarstofnanir, því RÚV eigi fyrst og fremst að sinna menningarhlutverki, heppilegra sé að frjálsir fjölmiðlar veiti ríkisvaldinu aðhald fremur en RÚV

 ” við verðum að fara að viðurkenna að sú tilraun að stofna hér opinber hlutafélög hefur mistekist, ekki bara hvað varðar RÚV heldur líka hvað varðar öll önnur opinber hlutafélög“,segir Óli Björn.


Þingmenn hræddir við völd og áhrif RÚV 


Óli Björn segir að stjórnmálamönnum sé illa við að gagnrýna RÚV opinberlega því það gæti haft áhrif á hvernig fjölmiðillinn kemur til með að haga samskiptum sínum við þá sem setja fram gagnrýni eða komi með tillögur að breytingum sem varða stofnunina.

Hann bendir á að RÚV reki öfluga áhrifamikla og mótandi fréttastofu á samfélagsumræðuna og þingmenn sem eigi allt undir því að hafa aðgengi að almenningi óttist RÚV

 ” þegar þeir geta vænst þess að vera ekki efstir á blaði þegar leitað er eftir áliti á fréttamálum eða þegar velja á viðmælendur í viðtöl“.

Óli Björn segir að þetta séu afleiðingarnar af því að RÚV sé í forréttindastöðu sem fjölmiðill

það verður því til einhvers konar sjálfsritskoðun þeirra sem á að veita stofnuninni aðhald“.

Hlusta má á viðtalið hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila