Mitt Romney skorar á NATO að búa sig undir kjarnorkuárás frá Rússlandi

Ekki sést mikið til friðar hjá öldungardeildarþingmanninum Mitt Romney, sem skrifar í grein í New York Times 21. maí, að við verðum öll að undirbúa okkur undir, að Pútín beiti stærstu drápstólunum í vopnahirslu Rússlands. Skorar Romney á Bandaríkin og bandamenn Bandaríkjanna í NATO að undirbúa sig undir kjarnorkustríð við Rússa.

Aðeins meira stríð og djöfullegra framundan ef taka á mark á Mitt Romney

Ef marka má stríðshaukinn Mitt Romney, þá erum við öll á leiðinni í kjarnorkustríð á milli NATO og Rússlands. Í grein sem hann skrifar í New York Times 21. maí, þá skorar Romney á NATO að búa sig undir kjarnorkuárás Rússa og svara með kjarnorkuvopnum.

Bandaríkin hafa þegar fjárfest tugi milljarða dollara í hervopnum til Úkraínu.

The New York Post greindi frá:

Mitt Romney öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Utah skrifar í The New York Times 21. maí:

„Bandaríkin og bandamenn þeirra í NATO ættu að undirbúa „hrikaleg“ viðbrögð við hugsanlegri kjarnorkuárás Rússa.“

„Notkun Rússa á kjarnorkuvopnum væri óumdeilanlegt endurmat og breytt afstaða í alþjóðamálum.“

„Við ættum að ímynda okkur hið ólýsanlega, sérstaklega hvernig við eigum að bregðast hernaðarlega og efnahagslega við slíkri himinhárri breytingu á hinu alþjóðlega pólitíska landslagi.“

„Hersveitir NATO gætu farið í stríð við Rússa í Úkraínu og eyðilagt tilraunir þeirra til að endurheimta fyrrum friðsælt Sovétsvæði.“

Bandaríkin gætu einnig þrýst á Kínverja og aðra bandamenn Rússlands til að snúast gegn bandamanni sínum með úrslitakröfu svipaðri þeirri og George W. Bush fv. forseti Bandaríkjanna gerði eftir árásirnar 11. september: „Annað hvort ert þú með okkur eða þú ert með Rússlandi – þú getur ekki verið með báðum.“

Sérhver þjóð, sem hefði sambandi við Rússland eftir að landið beitti kjarnorkuvopnum, yrði „útskúfuð hvar sem er í heiminum“ og myndi neyðast til að þola „efnahagsleg sögulok“ sem væri „mun æskilegra en Armageddon með kjarnorkuvopnum.“

Romney segist styðja áframhaldandi aðstoð Bandaríkjanna við Úkraínu og hann gerir ráð fyrir því, að Biden-stjórnin vinni með NATO að því að „þróa og meta fjölbreytilegt úrval valkosta.“

Deila