Mjög ólík sýn frambjóðenda um framtíð Eflingar

Ólöf Helga Adolfsdóttir varaformaður Eflingar

Það er mjög ólík sýn og áherslur á hvernig frambjóðendur til formanns Eflingar ætla að stjórna félaginu í framtíðinni. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ólafar Helgu Adolfsdóttur varaformanns Eflingar í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Ólöf sem gefur kost á sér í formannskjörinu segir að hún hafi skoðað stefnur hinna frambjóðendanna, en mest hafi hún þó kynnt sér stefnu lista Sólveigar Önnu Jónsdóttur og er óhætt að segja að stefnur þessara tveggja frambjóðenda séu gjörólíkar.

„ég les þannig úr þessu að hún Sólveig vilji slíta Eflingu frá ASÍ og mögulega taka stærra pláss því að Efling er auðvitað mjög stórt félag, ég hef að minnsta kosti lesið þannig í þetta að hún sé meira í því að vilja klippa Eflingu frá á meðan ég vil frekar tala fyrir og vinna að því að byggja brýr og eiga samvinnu“ segir Ólöf.

Hún segir aðspurð að stéttarfélögin hafi hvert um sig ólíka pólitíska sýn.

„að sjálfsögðu er það þannig að stéttarfélögin setja fram sín áherslumál út frá sínum félagsmönnum, en þó við séum ekki sammála um einhver mál þá er það mitt mat að við getum alveg unnið saman“

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila