Morðið á sænskum rappara talið tengjast stöðu hans sem vitnis

Spread the love
Frá vettvangi morðsins

Morðið á sænska rapparanum Einárs sem framið var í Stokkhólmi í gærkvöld er talið tengjast því að honum hafði verið skipað af dómara Hæstaréttar að bera vitni í máli sem tengist glæpaklíku í suður Stokkhólmi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gústafs Skúlasonar fréttamanns í Stokkhólmi í þættinum Fréttir vikunnar en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Gústaf segir að í sænskum fjölmiðlum sé því haldið fram að um hreina aftöku hafi verið að ræða en Einár var skotinn margsinnis bæði í höfuð og brjóst. Rapparinn hafði eins og margir úr þeirri tónlistarsenu sjálfur komist í kast við lögin, meðal annars verið dæmdur fyrir vopnað rán, fíkniefnamisferli og ölvunarakstur.

Einár var stórt nafn í tónlistarheiminum þó hann hafi ekki verið mjög þekktur hér á Íslandi en til marks um frægð hans þá er hann almennt stærri stjarna en tónlistarmaðurinn Avicii sem margir af yngri tónlistarunnendum á Íslandi þekkja.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem settar hafa verið fram í sænskum fjölmiðlum er morðið á rapparanum talið vera hluti af stríði milli glæpagengja ein eins og kunnugt er eru árekstrar milli slíkra gengja orðnir nánast daglegt brauð í Svíþjóð.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila