Grikkir mótmæla að dómkirkjunni Hagia Sofia í Istanbul sé breytt í mosku

Haga Sofia var fremsta kirkja kristinna í 900 ár

Á föstudaginn hringdu kirkjuklukkur um allt Grikkland og einnig var flaggað í hálfa stöng til að mótmæla yfirtöku tyrkneskra múslíma á fyrrum dómkirkju og heimsminjum síðar safninu Hagia Sofia í Istanbul. Sama dag fór fram múslímsk bæn, sú fyrsta eftir að forseti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan tilkynnti opinberlega í júlí að Tyrkir ætluðu að breyta Hagia Sofia í opinbera mosku.

Fyrir nokkrum vikum ákvað hæstiréttur Tyrklands að sú ákvörðun sem gerði bygginguna að safni ár 1934 hafi verið ólögleg. Haga Sofía var reist sem kristin dómkirkja á 6. öld en tekin yfir af islam á 15. öld og breytt í mosku og síðar í safn á fjórða áratug síðustu aldar. Kirkjan var ein helsta kirkja kristinna í 900 ár.


Vekur ákvörðunin um þennan sögulega viðsnúning miklar tilfinningar hjá kristnum um allan heim. Grikkir mótmæltu á götum úti s.l. föstudag og m.a. var tyrkneski fáninn brenndur í Thessaloniki sem olli mikilli reiði í Tyrklandi. Hami Aksoy fulltrúi tyrkneska utanríkisráðuneytisins segir að ríkisstjórn Grikklands og þingið þvingi almenning með fjandsamlegum yfirlýsingum:

 „Ofdekruðu börnin, sem geta ekki sætt sig við endurnýjaða Haga Sofia, eru enn haldin ranghugmyndum.”


Kyriakos Mitsotakos forsætisráðherra Grikklands sagði á föstudaginn að breytingin á Haga Sofia væri merki um veikleika en ekki styrkleika eins og Tyrkland heldur fram: „Haga Sofia er í hjörtum okkar meira en nokkru sinni fyrr, sérstaklega hjá grísk-ortódoxum. Þar slá hjörtu okkar.”
Erdogan forseti Tyrklands tók ásamt þúsundum múslíma þátt í fyrstu föstudagsbæninni en hann hafði lofað í kosningabaráttunni að Haga Sofia yrði breytt í mosku.


Mörg kristin safnaðarfélög víða um heimi gagnrýna breytinguna. Grikkland með margar milljónir grísk-ortodoxa segir moskuna vera „opið slag í andlit hins siðmenntaða samfélags.” Mike Pompeo utanríkisráðherra USA hvatti til varðveislu Haga Sofia sem „safns sem þjónar mannkyni og er mikilvæg og þörf brú milli ólíkra trúarstefna og menningar.” Hann fékk kalda kveðju frá Tyrklandi: „Vertu ekki að blanda þér í innanríkismál Tyrklands og fótumtroða fullveldi landsins.”

Sjá nánar hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila