1,7 milljónir Frakka mótmæltu nýju ellilífeyriskerfi Emmanuel Macron á götum úti í síðustu viku

Samkvæmt verkalýðssamtökunum CGT mótmæltu 1,7 milljónir Frakka nýju ellilífeyriskerfi Macron Frakklandsforseta á fimmtudaginn var. Innanríkisráðuneytið segir að 425 þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælunum. Lögreglan í París handtók 24 en 56 þúsund manns fóru í mótmælagöngu að lestarstöðinni Saint-Lazare. Þúsundir gengu í Toulouse, Nantes, Marseilles og öðrum borgum. 

Laun sumra kennara gætu skerst um 100 evrur á mánuði og mikill hnútur er um fyrirhugaða hækkun eftirlaunaaldurs frá 62 upp í 64 ár.

Fréttavefur Yahoo geinir frá því að verkalýðsfélögin hyggjast breikka verkföllin með þáttöku starfsmanna olíustöðva sem gæti leitt til bensíns- og eldsneytisskorts í Frakklandi. 

Frekari mótmæli eru boðuð komandi daga en á föstudaginn mun forsætisráðherra Frakka Edouard Philippe og leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar halda fund. Forsætisráðherrann hyggst leggja fram þingsályktunartillögu í franska þinginu í mars um hækkun eftirlaunaaldurs frá 62 upp í 64 ár. Upphaflega áttu nýju lögin að taka gildi 2022 en vegna allra mótmæla segist hann vera tilbúinn að fresta gildingu laganna frá 2022 til 2027.

Mörg myndbönd eru frá hörðum átökum mótmælenda og lögreglunnar eins og sjá má á dæmum hér að neðan. Á einu þeirra má sjá hvernig lögreglumaður bregður konu svo hún fellur kylliflöt á götuna og á öðru hvernig hópur lögfræðinga er stöðvaður þegar þeir vildu afhenda kröfu um afsögn dómsmálaráðherrans.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila