Óvinsældir Frakklandsforseta ná nýjum hæðum – 67% Frakka telja hann ekki starfi sínu vaxinn

Verkföllin í Frakklandi fóru ekki í jólafrí og öll umferð lá niðri í París á jóladag. Lestarferðir lágu niðri í landinu en starfsmenn almannasamganga telja sig vera hlunnfarna með nýjum ellilífeyristillögum Macrons Frakklandsforseta.

Jean-Pierre Farandou nýr forstjóri þjóðlega lestarfélagsins SNCF sagði í viðtali við Le Monde að fyrirtækið hefði tapað yfir 400 milljónum evra síðan 5. desember þegar verkföllin hófust.

Vinsældir Frakklandsforseta halda áfram að hrapa og í nýrri Ipsos könnun 13. – 14. desember segjast aðeins 29% Frakka styðja forsetann en 67% telja hann ekki vaxin starfinu.

Bændur hafa mótmælt flokki forsetans með því meðal annars að hella skarna á torg þar sem flokkurinn hafði boðað fund og var fundinum aflýst.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila