Ekki „venjuleg mótmæli” – pöllum með steinum komið fyrir á götum í borgum Bandaríkjanna

Þessi mynd er tekin fyrir nokkrum árum og sýnir ANTIFA sem Bandaríkjastjórn segir vera hryðjuverkasamtök með aðgerðir í núverandi óeirðum

Töluvert er rætt um það í Bandaríkjunum, að eðlileg mótmæli blökkumanna gegn ofríki og rasisma lögreglunnar í Minneapolis, hafi verið eyðilögð með ofbeldi af keyptum skemmdarverkamönnum. Myndbönd á netinu sýna blökkumenn reyna í örvæntingu að stöðva svartklædda skipulagða eyðileggingarseggi með andlitsgrímur frá því að eyðileggja byggingar og ræna búðir. Reyna blökkumennirnir að fá skemmdarvargana til að hætta vegna þess að svertingjum verði kennt um skemmdirnar og það sé ekki meiningin með mótmælunum.

Það hefur einnig vakið eftirtekt að trépallar með „byggingarsteinum” hafi allt í einu verið aðgengilegir á götum mótmælenda í stórborgum Bandaríkjanna svo óeirðaseggir gátu notað steinana til að brjóta rúður og valda spjöllum. Hér eru dæmi frá Dallas, Manhattan, Fayetteville og Minneapolis: 

Hér sést myndband þar sem peningar skipta um eigendur í mótmælunum og ekki fjarri að hugsa sér að verið sé að greiða fyrir skemmdarverk.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila