Mótmælt við höfuðstöðvar Facebook í New York

Bandarískur listamaður sem Facebook lokaði á vegna þess að hann „braut gegn reglum félagsins“ lætur ekki bjóða sér slíkt möglunarlaust. Til að mótmæla ritskoðun Facebook bjó hann til listaverk til að tjá hug sinn og setti á gangstéttina fyrir utan höfuðstöðvar Facebook við flotta húsið þeirra á Broadway.

Að því er virðist er um sjálfsmynd af listamanninum að ræða, því hann líkist skapara sínum mikið, heldur á pensli í vinstri hendi, er með gleraugu og skeggbrodd. Ekki fer á milli mála, hver hefur haldið á sverðinu eða alla vega hvaðan það kemur með risastóru merki Facebook á skafti sverðsins.

Það verður fróðlegt að fylgjast með, hvort Facebook telur sig hafa vald til að fjarlægja eða eyðileggja listaverkið til að framkvæma „reglur félagsins“ en í New York er ákveðið tjáningarfrelsi fyrir götulistamenn.

Höfuðstöðvar Facebook í New York
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila