„Mr. Bean“ mótmælir haturslöggjöf skosku ríkisstjórnarinnar

Blaðið The Sun skrifar að leikarinn Rowan Atkinson sem er þekktur sem Mr. Bean mótmælir ásamt öðrum menningarfrömuðun tillögum um ný lög í Skotlandi „gegn hatursbrotum.“ Dómsmálaráðherra Skotlands Humza Yousaf hefur tilkynnt hin nýju lög gegn „hatursbrotum.“ Gagnrýnendur segja að lögin þýði enn eina atlöguna að málfrelsinu. Meðal annars verður það refsivert að „æsa upp hatur“ hvort svo sem það er gert meðvitað eða ekki.

20 menningarfrömuðir ásamt Rowan Atkinsson skrifa í opnu bréfi að hægt verði að beita lögunum gegn listamönnum.

„Það verður einnig hægt að beita lögunum gegn einstaklingum sem hafa efni skapað af öðrum í fórum sínum, þegar dreifing þess er talin æsa upp hatur“ segir í bréfinu.

Lögin munu einnig „kæfa tjáningarfrelsi og réttinn að tjá sig um eða gagnrýna trúarbrögð og aðrar sannfærandi skoðanir.“

Atkinson og félagar hans skrifa að „það verður að vernda réttinn til að gagnrýna heimspekilegar eða trúarbragðahugmyndir svo listir og lýðræðislegt samfélag geti þrifist.“ Fyrir utan Atkinsson, þá skrifa m.a. Peter Tachell mannréttindaaktívisti, prófessor AC Grayling og leikritahöfundurinn Alan Bissett frá Falkirk.

Lögfræðingar telja að verði lögin að veruleika „megi búast við mörgum ákærum.“ Yfirmenn kaþólsku kirkjunnar segja að „lögin geri það refsivert að fara með tilvitnanir í Biblíuna.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila