Mr. Bean ræðst gegn stjórnmálalegum rétttrúnaði og ritskoðun

Breski grínistinn Rowan Atkinson – þekktur fyrir persónuna Mr Bean – gagnrýnir nú harðlega hina svokölluðu afturbatamenningu í skemmtanaiðnaðinum (mynd sksk Netflix).

Rowan Atkinson segir í viðtali við Irish Times:

„Í raunverulega frjálsu samfélagi ættirðu að fá að grínast með nánast hvað sem er.“

Grín á að vekja hneykslun eða a.m.k. hafa burði til að hneyksla segir grínleikarinn, sem er 67 ára gamall og núna í lofinu í Netflix myndaröðinni „Man vs Bee.“

„Ég held að það þurfi að fara mjög varlega í það að skipa fyrir, hvað má og má ekki grínast með.“

Atkinson gagnrýnir einnig þá hugmynd, að kómedíur eigi að sparka „upp á við.“

„Hvað ef málið snýst um afskaplega sjálfumglaða, hrokafulla og árásargjarna manneskju í lægra stigi samfélagsins. Allir eru ekki á þingi eða í konungssölum.“

Rowan Atkinson hefur áður verið í baráttunni gegn ritskoðun og afturbatamenningunni. M.a. beitti hann sér fyrir breytingu á lögum í Bretlandi til að afnema bann á trúarlegum móðgunum. Sumarið 2020 skrifaði hann undir áskorun gegn fyrirhuguðum nýjum lögum gegn „hatursglæpum“ í Skotlandi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila