Mun aldrei sækja um aðild að Evrópusambandinu

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að honum muni síður en svo snúast hugur í afstöðu sinni til umsóknaraðildar Íslands að Evróðusambandinu. Þetta kom fram í máli Guðlaugs í síðdegisútvarpinu í dag en hann var þar gestur Arnþrúður Karlsdóttur og svaraði meðal annars spurningum hlustenda sem hringdu inn í þáttinn.


Einn hlustandi sem hringdi inn man vel eftir því þegar stengrímur J. Sigfússon hringsnerist í afstöðu sinni til Evrópusambandið um leið og hann gekk í ríkisstjórnarsamstarf með Samfylkingunni í tíð hinnar svokölluðu Norrænu velferðarstjórnar.

Guðlaugur Þór fullvissaði hlustandann um að verði Guðlaugur Þór við stjórnvölinn muni hann ekki breyta sinni afstöðu til þess hvort sótt verði um aðild og svaraði skýrt og skorinort:

ég mun aldrei sækja um aðild Íslands að Evrópusambandinu

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila